Einfaldar brauðbollur

Þessar bollur eru mjög algengar á lágkolvetna og ketósíðum og er uppistaðan í þeim eggjahvíta, husk og möndlumjöl. Þær þurfa góðan tíma í ofninum og áferðin er pínu svampkennd en henta mjög vel undir gott álegg, sem hamborgabrauð og fleira. Það má vel bæta í þær kryddi, setja sesamfræ á toppinn eða birkifræ sem gæti komið vel út.

innihald:

 • 80 g möndlumjöl, t.d. H- Berg
 • 35 g HUSK, í pokunum frá NOW
 • 1 tsk fínmöluð sæta
 • 1 kúfuð tsk lyftiduft
 • 3/4 tsk salt
 • 1 tsk hvítvínsedik má líka nota eplaedik
 • 250 ml soðið vatn
 • 3 eggjahvítur

aðferð:

 • Blandið þurrefnum saman í skál.
 • Sjóðið vatn og hellið saman við ásamt edikinu, eggjahvítur fara síðast út í og pískið kröftulega í deiginu.
 • Deigið dregur í sig vökvann svo gott er að láta það standa stutta stund.
 • Skiptið deiginu í 6 jafna hluta, mótið kúlu og dreifið á bökunarplötu.
 • Það er fallegt að setja smá fræ á toppinn en þó ekki nauðsynlegt.
 • Bakið í 50-60 mín í 160° heitum ofni með blæstri.
 • Þessar eru mjög góðar með smjöri og osti.