Brúnað smjör með kryddsalti í Thermomix

Ég kynntist þessu dásamlega smjöri hjá henni Auði sem rak Salt eldhús hér áður og rekur nú bakaríið 17 sortir. Hún er algjör matargúrmei og kenndi mér að búa til brúnað smjör sem klikkar aldrei með brauði. Hér lék ég mér að því að krydda bæði með bláberjasalti og lakkríssalti og hvorutveggja var æðislega gott. Það er hægt að gera þetta smjör í venjulegum skaftpotti en ég prófaði að nota Thermomix6 og það svínvirkaði með smá tilfæringum en sparaði mér þvott á potti og hrærivél.

Innihald:

  • 440 g smjör

  • bláberjasalt

  • lakkríssalt

aðferð:

  • Setjið 220 g af smjöri í eldunarskálina í TM6
  • Stillið á Browned onions 200g á Cookidoo en í stað þess að setja lauk og olíu þá setjið þið bara smjörið.
  • Setjið vélina í gang skv leiðbeiningum ( þetta er 16 mín prógram)
  • Þegar búið er að brúna smjörið þá er gott að láta það hvíla þar til það er alveg kólnað. Hægt að setja í kæli eða geyma yfir nótt á borði.
  • Setjið þá 220 g af smjöri í skálina ásamt þeytaraspaðanum og hrærið smjörinu saman, gott að miða við 10 mín / hraði 2-4  og í lokin aðeins á 4
  • Gott er að stöðva tímann og skafa niður úr hliðum einu sinni.
  • Þegar smjörið er vel þeytt saman má setja það í fallegar krúsir eða skálar og krydda t.d. með bláberjasalti eða lakkríssalti. Það má líka neyta þess án þess að krydda og þetta er alveg dásamlega gott.