Month: maí 2021

Ís með Daðaívafi

Sko það varð nú að heiðra Daða og Gagnamagnið á einhvern hátt en ég hef oft gert einhverjar tertur á Evrovision daginn. Núna ákvað ég að gera grænan Daðaís með piparmyntubragði og bætti í hann súkkulaðikexinu frá Nicks. Það kom ótrúlega vel út og var ísinn borðaður með bestu lyst á meðan stigin hans Daða […]

Karamellur mjúkar

Þessi uppskrift er einföld og klikkar ekki, það er oft verið að gera karamellur úr meiri rjóma og hann vill skilja sig en þessi er nokkuð skotheld. Ég hellti henni í falleg form og frysti og fékk þessa fínu mola úr uppskriftinni. Það má líka henda hnetum í þessa eða smá súkkulaði til að gera […]

Pretzels úr havrafiber

Það er alltaf smá ves að ná fram þessu góða brauðbragði en smá ger og góðar trefjar fara langt með að gefa þessa tilfinningu að um brauð sé að ræða. Ég sleppi því að nota glútein, vital glutein og slíkt sem einhverjir setja í sinn lágkolvetnabakstur því ég hef ekki trú á að glútein sé […]

Jalapenobelgir fylltir

Ef það er einhverntíma ástæða þá er það núna, fylltir jalapenos með beikoni og osti.. ekta júróvision nasl. Áfram Daði Freyr og krúttlega Gagnamagnið. Print Innihald: 10 heilir jalapeno belgir200 g hreinn rjómaostur100 g beikonsmurostur1 box kurlað beikonrifinn jalapeno ostur eða annar rifinn ostur t.d. mexico Print aðferð: Endarnir á jalapenobelgjunum skornir af ( breiðari […]

Rauðlaukssulta með chili

Það er smá kúnst að gera sultu sem kristallast ekki eins og vill gerast með sætuefni. Ég fann þó út að Nicks 1:1 sætan sem er með Xylitiol gerir það ekki en hún er blanda af Xylitoli og Erythritoli. Ekki gott að gefa hundum xylitiol en við mannfólkið þolum það flest í hæfilegu magni. Ég […]

Vikumatseðill nr 17

Hér kemur sextánda vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Mæli með að róta svo til í matseðlum og búa til ykkar eigin úr þeim sem eru ykkar uppáhalds 🙂 Matseðill nr 17 Hér fyrir neðan eru […]

Ostabrauð í Thermomix

Fathead deig er sívinsælt á Ketó og margir sem grípa í þá uppskrift til að gear pizzubotna, skinkuhorn, snúða og þessháttar. Yfirleitt þarf að nota örbylgjuofn í verkið en hér nota ég Thermomix sem er náttúrulega algjör tímasparnaður og blandar deiginu svo miklu betur saman. Öllu hráefni skellt í skál og hitað á örfáum mínútum. […]