Nýlegar færslur

Chiagrautur sem er ómissandi í ísskápinn

Þessa blöndu geri ég reglulega og í stóru magni til að eiga til taks í ísskáp enda hentar grauturinn bæði sem morgunmatur, millimál eða sem eftirréttur. Ég nota aðeins Isola möndlumjólk sem er 0% sugar og ekkert vatn. Örfáir dropar af French vanilla steviu frá Now gera svo gæfumuninn og […]

Namskeid

Fræbrauð tilvalið í smurða brauðið.

Það er svo gott að fá sér smörrebröd á gamla mátann og þetta brauð er bæði tilvalið undir smjör og ost en eins fínni smurbrauð með roastbeef, eggjasalati og þessháttar. Uppskriftin er í nýjasta heilsublaði Nettó en birtist hér fyrst. Mæli með að prófa þetta próteinríka brauð sem er lágt […]

Pannacotta með lemoncurd og marengstopp

Þessi desert var ægilega góður og var með hann um páskana. Það er allt gott með lemoncurd reyndar svo ég mæli með að prófa það eitt og sér. Ég gerði svo einfalt pannacotta sem má alveg leika sér með t.d. með hindberjum eða öðru en í þessu tilfelli kom þetta vel út, ferskt, gult og […]

Dutch pancake

Þessi pönnukaka er að gera allt vitlaust þessa dagana og það er lítið mál að gera hana sykur og glúteinlausa enda aðal uppistaðan egg. Ég prófaði bæði að nota hafrafiber annarsvegar þá er hún hnetulaus og svo möndlumjöl hinsvegar og báðar komu vel út. Mæli með að prófa og hægt að leika sér með kanil […]

Ungversk gúllassúpa

Það er ekkert mál að gera heita og holla súpu úr grænmeti með færri kolvetnum og prótínið úr kjötinu kemur sér alltaf vel ásamt fitunni auðvitað ef maður aðhyllist lágkolvetna mataræði. Hér er mjög góð uppskrift sem passar einmitt fullkomnlega með súpubrauðsuppskriftinni hér að framan. Print Innihald í gúllassúpu: 1 dl góð steikingarolía t.d. OLIFA2 […]

Súpubrauð glúteinlaust

Þessar bollur minna mig mikið á súpubrauðið sem amma mín Bagga heitin bjó til þegar hún bauð fjölskyldunni í aspassúpu. Þetta var hefðbundið hveitigerbrauð með mjólk og smjöri, sykri og öllum pakkanum og það sem einkenndi það voru kardimommur sem gáfu því sérstakt bragð. Þetta líkist eflaust einhverskonar “buisquit”uppskriftum sem þekktari eru erlendis en mig […]

Kjúklingur með hvítkálspasta

Þessi réttur er svo bragðgóður og alltaf hægt að smella í t.d. ef til eru afgangs ostar eftir saumaklúbbinn eða veisluna. Það er bæði hægt að nota tilbúinn kjúkling í réttinn eða steikja eða hita bringur í Airfryer. Þetta er soldið svona ískápamix.

Ostakaka með bragðarefsbragði

Ostakökur eru frekar einfaldar og hægt að smella í með frekar lítilli fyrirhöfn. Þessi kom mjög vel út og er ægilega góð á bragðið. Ég nota í hana Crunchy caramel súkkulaðið frá Nicks og svo jarðaber og karamellusósa yfir. Það má nú sleppa karamellunni en súkkulaðið gerði mikið í kökunni. Það fæst t.d. í Nettó […]

Innanhúsmál – málning og axlaraðgerð

Jæja þá var komið að því að klæða hús að innan, mála, innrétta, leggja rafmagn, hita og já bara allt. Það sem við gátum gert sjálf ætluðum við að gera. Í desember lendir Börkur í því að detta á öxlina sem var nú þegar frekar léleg eftir álag og vinnu […]