Ég man að meðal fyrstu ketó réttanna sem ég smakkaði var eftir uppskrift frá Gunnari Má sem kenndi mér fyrstu skrefin í lkl mataræði og síðar meir ketó. Hann átti einstaklega auðvelt með að setja fram einfaldara uppskriftir sem litu girnilega út og þar á meðal voru þessar einföldu kjötbollur. Ég reyndi að gera svipaða […]
Matur
Kjúklingur í alfredo sósu með pasta
Þeir sem sakna þess að borða pasta gætu fundið hér ágætan staðgengil en það er mjög gott að nota Slendier pastað þegar söknuðurinn í pasta bankar, eins er hægt að finna konjak núðlur, kúrbítspastastrimla eða búa til hvítkálsstrimla á pönnu ef það hentar betur. Sósan er hinsvegar mjög bragðgóð og einföld og mæli með að […]
Ostabaka með trönuberjum
Í aðventu þætti Kötlu sem er enn hægt að sjá hér þá kom hún Eirný með snilldarhugmynd að jólabrunch og þar á meðal var þessi dásamlega einfalda Trönuberja og ostabaka. Upphaflega uppskriftin kallaði á smjördeigsbotn en ég ákvað að gera þetta ketóvænna, allavega nær því að vera lágkolvetna og bjó til botn úr sama deigi […]
Pizza án botns
Nú eru margir farnir að huga að enn betra mataræði eftir sumarfríið og því ekki úr vegi að henda inn nokkrum nýjum hugmyndum handa ykkur. Ég er mjög hrifin af pizzum en í rauninni er það áleggið sem er aðalatriðið svo ég gerði bara pizzu án botns til að prófa að sú sló í gegn, […]
Ostasalat einfalt og gott
Ostasalat er með því betra og þar sem ég mætti með nokkra rétti með mér í Eurovision partýið fyrir nokkru þá ákvað ég að skella í ostasalat í leiðinni. Það er nú ekki mjög flókið að græja slíkt en í þessu tilfelli ákvað ég að sæta það með Nicks hunangs sírópi og notaði vorlauk til […]
Brauðréttur með chorizo og ostasósu
Það er ekkert eins gott að heitir brauðréttir og nýverið rakst ég á uppskrift frá Gotteri og gersemar sem virkaði mjög svo spennandi. Ég ákvað að prófa að snara henni yfir á ketó/lkl vegu og mikið sem þetta var GEGGJAÐ. Ég notaði nýtt Lava cheese sem “topping” og það kom ótrúlega vel út en Berglind […]
Pastasalat með kjúkling, pestó og grænmeti
Hver kannast ekki við að skjótast í ferðalag með stuttum fyrirvara eða bústað en þá er tilvalið að henda í þetta einfalda pastasalat sem er mjög mettandi og þægilegt að grípa í og hentar öllum. Það má nota sósu með því eða bara borða beint upp úr skálinni en pastað er mjög lágt í kolvetnum […]
Pönnukökur úr havrafiber
Fyrir þá sem ekki þola hnetumjöl, möndlumjöl né kókoshnetumjölið þá er hér góð uppskrift af pönnukökum sem komu þægilega á óvart. Ég var að baka pönnukökur fyrir barnabarnið úr hveiti og fannst þær svo girnilegar að ég henti í samsuðu af hráefnum sem mér datt í hug að virkuðu svipað og hveiti og útkoman var […]
Andasalat með graskeri
Andasalat er til í allskonar útfærslum og oftast borið fram með granateplafræjum. Þau eru hinsvegar ansi kolvetnarík eins og sætar kartöflur sem oft fara í svona salat svo ég ákvað að gera ketóvænni útgáfu sem allir geta notið. Salatið er borið fram “volgt” s.s. öndin hituð upp sem og graskersbitar og pekanhnetur sem ég steikti […]
Kjötbollurnar sem Nói elskar…
Mér finnst eitthvað svo viðeigandi að setja inn uppáhaldið hans Nóa míns þar sem hann er 18 ára í dag. Sagan bak við bollurnar er sú að þegar hann stundaði nám á leikskólanum Norðurbergi þá var Anna kokkurinn þeirra svo mikill snillingur í að útbúa mat án glúteins og aukaefna að önnur eins matarást á […]