Month: mars 2019

Collagen frappi

Frappucino með karamellu á Starbuck, já takk allan daginn, en má það neiiiiiiiii… reyndar hef ég beðið um coffeebased frappa með sykurlausu sýrópi og þeyttum rjóma án karamellu öðru hverju og læt það slæda í útlöndum. En það er sérdeilis gott að geta búið til sinn eigin frappa stútfullum að hollustu og njóta í botn […]

Morgunklattar

… eða kvöld, hádegis, helgar.. hvað sem er þessir eru fljótlegir og góðir undir áleggið þitt. Ég hef gert kotasæluklatta í gegnum tíðina sem eru mjög vinsæl LKL uppskrift á norðurlöndunum en fannst þeir alltaf heldur súrir svo ég ákvað að nota sýrðan rjóma og dálítið af kókoshveiti til að sæta þá og halda þeim […]

Belgískar vöfflur

Hún Kolbrún Freyja er mikil vinkona mín en hún var valin sú heppna í hamingjuleik okkar systra hjá Systur&Makar en hún fékk heilan dag í verðlaun sem samanstóð af allsherjar yfirhalningu, hár föt og förðun sem og auðvitað kærkomna frístund frá daglegu amstri og fékk að “hanga” með okkur systrum haha. Hún er afar lunkin […]

Skúffukaka með mæjó

Skúffukaka já takk, þessi gamla góða með þykku smjörkremi og kaffibragði alveg eins og mamma gerði. Þessi er alveg ótrúlega bragðgóð og mjúk en hún inniheldur mæjónes sem gerir hana extra fluffy og góða. Hún helst líka mjúk og góð í marga daga. Skora á þig að prófa að bjóða ungviðinu upp á þessa þau […]

Formkaka með sítrónukeim

Margir nota rjómaost í sítrónukökur og það kemur skemmtilega út, ég notaði hinsvegar 36% rjóma í þessa uppskrift og þær komu á óvart. Ég ákvað að baka kökur í litlum silikonmótum svo þær væru handhægar með kaffibollanum og komu þær vel út og losnuðu vel frá mótinu. Ég notaði Thermomix blandarann minn til að gera […]

Kremað spínat og grasker

Það er stundum erfitt að finna staðgengil fyrir blessuðu kartöflurnar en þær eru þetta hefðbundna meðlæti sem því miður eru stútfullar af kolvetnum og sætar kartöflur meira að segja enn hærri í kolvetnum. Kremað spínat er ferlega hollt og gott líka sem er kostur og kemur í staðinn fyrir sósu þegar það er borið fram […]

Tiramisúbollakökur

Tiramisu er minn uppáhaldseftirréttur og hér er ótrúlega skemmtileg útfærsla af tiramisúbollakökum sem er ferlega gaman að bera fram. Þessi uppskrift er prýðileg fyrir ca 9 bollakökuform svo þær verði þykkar og djúsí. Sýrði rjóminn 36% sem ég nota hér er aðeins, 2.2 g af kolv í 100 g svo hann er besti kosturinn að […]

Páskaegg með kókosfyllingu

Já hví ekki fyllt páskaegg um páskana. Núna flæða páskaeggin um allar hillur í stórmörkuðunum og erfitt fyrir marga að standast freistinguna. Það er gaman að gera sitt eigið egg og eftir margengstilraunir síðustu daga þá datt mér í hug að gera kókosbollukrem úr sýrópinu góða sem kom ótrúlega vel út. Sem fylling í páskaegg, […]

Bounty draumur

Það er svo gott að borða Bounty, finnst ykkur það ekki ? Ég allavega elska Bounty og borðaði mikið af þeim í “den”. Hér er hin fínasta útgáfa af kókosbitum með dökku súkkulaði og það sem mér finnst gera gæfumuninn er að setja nokkra dropa af piparmyntuessence út í kókosblönduna. PrintInnihald:100 g kókosflögur eða gróft […]

Bóndabaka

Mmmm… ég skal viðurkenna að ég er dálítil bökukelling, elska svona grófa botna með smá tuggu í. Það vildi svo til að ég átti til afgang af steik og nokkra sveppi svo þetta varð útkoman að kvöldmatnum í gær “Bóndabaka” var hún skírð, bara alvöru kjöt og kraftaspínat, svona nettur ruddi sem bragð er af haha.  […]