Collagen frappi

Frappucino með karamellu á Starbuck, já takk allan daginn, en má það neiiiiiiiii… reyndar hef ég beðið um coffeebased frappa með sykurlausu sýrópi og þeyttum rjóma án karamellu öðru hverju og læt það slæda í útlöndum. En það er sérdeilis gott að geta búið til sinn eigin frappa stútfullum að hollustu og njóta í botn án nokkurs mórals. Þessi kom mjög vel út.

Innihald:

 • 1 stór kaffibolli
 • 1 dl möndlumjólk
 • 3-4 dropar french vanilla eða karamellustevía NOW
 • 1 góð msk súkkulaðismjör frá Cavalier eða Good good
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 mæliskeiðar Collagen frá Feel Iceland
 • 1-2 dl klaki

aðferð:

 • Hellið upp á kaffibolla, blandið öllu nema klaka saman við í blenderskál/glas og látið kólna í nokkrar mínútur. Bætið þá klökum við.
 • Skellið öllu í blender, Thermomix, Nutribullet eða hvað sem það er nú sem er við höndina og blandið allt í mauk.
 • Berið fram með þeyttum rjóma og golden fiber sýrópi frá Sukrin.
 • Mér finnst þetta nógu sætt fyrir minn smekk en ef þið viljið enn sætari drykk þá má bæta örlítið við af stevíu eða Good good sætu.