Innkaupalisti á Ketó/LKL

Ekki láta einhverja veiru rústa árangrinum þínum í leiðinni að bættum lífsstíl, það er ekki þess virði.

Ég frétti af því að formaður félags eldri borgara furðaði sig á því hversu mikið rusl væri að rata í innkaupakörfur neytenda á þessum undarlegu covidtímum og ég er alveg sammála. Það er eins og öll skynsemi fari út um gluggann þegar svona eitthvað ástand ríkir og fólk fer að fylla búrin hjá sér að niðursuðumat og brauði, bæði þegar von er á óveðri eða sóttkví vegna faraldurs.Svo endar fólk á að éta yfir sig því það hefur ekkert betra að gera við tímann. Pastahillur eru víða tómar og wc pappír sem er sossum önnur skrítin saga ! En já hver hefur sinn hátt á.

Ég vil nota tækifærið hér á þessum miðli að hvetja fólk til að halda matarrútínunni eins og hægt er og styðja frekar við ónæmiskerfið heldur en að letja það. Við höfum ekkert að gera við sykur og rusl á svona erfiðum tímum og súkkulaði og snakk er skammvin huggun á andlega sviðinu þegar nýr dagur rennur upp með tilheyrandi óþægindum ofan á allt annað áhyggjuefni. Mín skilaboð til ykkar eru að nýta frekar þessar stundir sem þið þurfið að eyða heima ef svo er og undirbúa vikurnar framundan, fylla á frystinn, baka og frysta og skipuleggja ykkur. Það er eflaust freistandi að leggjast bara í kör og horfa á Netflix með popp og kók en vá það er miklu erfiðara að rífa sig upp þegar öllu þessu lýkur og athugið þessu ástandi mun ljúka það er bara undir okkur komið hvernig við tæklum tímann á meðan. Ég mæli með verslunum Nettó því bæði er úrvalið af ketó/lkl varningi stórgott og svo er náttúrulega snilld að versla inn á netinu www.netto.is og fá sent heim. Ég nota alltaf mína hverfis Nettó búð enda stutt að fara og ég elska hvað starfsfólkið er almennilegt, passasamt og duglegt. Annars munum við að senda bara einn af heimilinu í búðarferð og reynið að skipuleggja innkaupin vel. Farið vel með ykkur elskurnar.

Innkaupalisti og nokkrar ábendingar varðandi “survival” á KETÓ/LKL:

Mjólkurvörur:

 • Rjómi
 • Laktósafrír G-rjómi geymist vel
 • Sýrður rjómi 36%,
 • Grísk jógúrt
 • Hellmanns mæjones, ekki fituskert eða gera sitt eigið
 • Kotasæla
 • Egg: Nú væri tilvalið að prófa eggjaföstu t.d. það eru upplýsingar hér undir fræðslu varðandi eggjaföstuna. Egg geymast vel í kæli, upp undir 5 vikur.
 • Cheddar ostur
 • Mosarella ostur
 • Parmesan ostur í stórum poka Costco t.d. Kirkland, tilvalið í rasp
 • Brie og camembert
 • Halloumi er tilvalin á pönnuna eða Airfryer og er bragðgott prótein
 • Hringostar, mexcó, pipar, villsveppa góðir í sósur eða vafðir í beikon
 • Rjómaostur, góður t.d. í oopsie bakstur í frysti
 • Smjör og saltlaust smjör í kaffidrykkinn og bakstur

Þurrvara:

 • Kókoshveiti
 • Möndlumjöl
 • Kökumix Funksjonell, snilld í fullt af uppskriftum
 • Brauðmix Funksjonell
 • HUSK
 • Sukrin Melis
 • Sukrin Gold, púðursykur
 • Sweet like sugar sæta, líka hægt að mala í flórsykur
 • Sólblómamjöl í bakstur, kotasælubollur t.d. æðislegar í frystinn
 • Fræblanda í hrökkex
 • Kúmen, gott í bakstur
 • Sesamfræ
 • Chia fræ Himnesk hollusta
 • Kaffi, hægt að kaupa líka skyndikaffi í stórum krukkum og eiga í langan tíma. Costco selur líka stóra kassa með álhylkjum með fínu kaffi sem passar í Nespresso.

Grænmeti:

Frosið: Það er hægt að fá frosið grænmeti í Nettó sem er sniðugt að eiga, blómkálsgrjón, rósakál, brokkolí, spínat, grænar baunir og fleira

Ferskt: Blómkál, Spergilkál, Kúrbít, hægt að rífa niður og frysta, spínat, tómatar, gúrkur, sellerí, eggaldin, grasker, hnúðkál, sveppir, grænkál, avocado, paprika stútfull af C-vítamíni.

Sýrt: Súrkál fyrir sælkera er klárlega best, gott í salöt, eitt og sér, út í ostavöfflur, búa til mæjones úr því og svo lengi mætti telja. Geymist ótrúlega vel.

Niðursoðið: Aspas, jalapeno, sumar súrar gúrkur lesið á innihald

Kjöt og fiskur:

 • Fiskur, frosinn eða frysta, búa til fiskibollur
 • Túnfiskur í dós
 • Lax / bleikja
 • Sardínur/makríll í dósum
 • Kjúklingur í magnpakkningu og skipta í poka og frysta
 • Hakk, fæst bæði í Nettó og svo er sniðugt að kaupa heimilispakkann hjá Kjötkompaní. Frábært í marga rétti, Tacopæ, pítur, pizzur, sveitabökur með blómkálsmús, kjötbollur og fleira
 • Gúllash eða innanlæri , gott í pottrétti og kjötsúpur
 • Pylsur, Stjörnugrís þær má frysta
 • Svínakótilettur, einfalt og mjög gott með heimagerðum raspi
 • Súpukjöt, gera kjöt í karrý, hentar allt vel í frystinn
 • Lambalæri / hryggur
 • Piparsteikur / nautalund
 • Tilbúnar kjötbollur frá Stjörnugrís
 • 1944 Ketó réttur, má pottþétt frysta
 • Ketópizzur frá Skjaldbökunni, mjög gott að frysta, fást bara í Nettó
 • Eldstafir, pepperóni stangir
 • Skinka og álegg Stjörnugrís, velja hátt prósentuhlutfall kjöts
 • Chorizo
 • Parmaskinka
 • Sviðasulta
 • Beikon, hægt að elda og frysta í litlum pokum og sniðugt að kaupa niðurbrytjað beikon og baka í ofni til að flýta fyrir.

Snarl “nammi” og annað

 • Purusnakk, Kim’s til með beikonbragði líka
 • Lava cheese, endist vel, gott undir salat, út á salat og eitt og sér
 • Hnetur: möndlur, pekanhnetur, makadamiur, brasilíuhnetur
 • Sykurlaust súkkulaði, Sukrin, sum Fulfill stykkin, Cavalier, Good good stykkin, Nick´s
 • Ferskt grænmeti og ídýfa er alltaf best, vogaídýfa t.d. góð eða heimagerð
 • Harðfiskur
 • Ólífur
 • Heilagt kakó í kakódrykkinn, fullt af vítamínum og eykur vellíðan, fæst hjá kako.is
 • Mct olía
 • Kókosolía, bragðlaus frá Himnesk hollusta er góð í fitubombur
 • Ólífuolía, t.d. OLIFA
 • Avocado olía, frábær til steikingar
 • Drykkir, sykurlaus djúsþykkni geymast vel, Collab orkudrykkur , c-vítamín freyðitöflur koma sér vel núna, steinefnatöflur, kolsýrt vatn og svo bara best að drekka úr krananum
 • Kollagen duft, styrkir líkamann bein, liði og húð.
 • Lýsi- Omega 3
 • Now vítamín, EVE, Allibiotic, er jurtablanda sem er sérgerð til að styrkja ónæmiskerfið.
 • Hvítlauksbelgir frá NOW eru líka sniðugir
 • sítrónur og engifer er æði í heimatilbúinn “heilsudrykk” smá sykurlaus sæta og jafnvel túrmerik og kroppurinn segir takk !
 • Uppskrift: 3-4 sítrónur bestar lífrænar frá Anglemark, 100 g fínmöluð sæta, 3-5 cm engifer, 1 msk túrmerik, 1/2 dl eplaedik og 2 lítrar vatn.