Um mig

Hver er konan ?

María Krista heiti ég og er grafískur hönnuður að mennt, 3 barna móðir, amma og matgæðingur en rek þess að auki hönnunarfyrirtæki ásamt eiginmanninum Berki Jónssyni. Við eigum núna 2 litlar ömmustelpur þær Ölmu Bender og Elku Bender og gera þær alla daga betri.

KristaDesign
Við hjónin hönnum og framleiðum gjafavöru og skart undir merkinu Krista Design og höfum gert síðan 2009. Hönnun er mér persónulega mjög hugleikin og mér finnst skemmtilegt að hafa fallega hluti í kringum mig og á það til að umbreyta heilu herbergjunum á afar skömmum tíma. Eiginmaðurinn minn fær því aldeilis að finna fyrir því þegar konan fer í ham.

Ég er íslandsmeistari í megrun en eftir að ég kynntist keto eða lágkolvetnamataræðinu þá hef ég fundið mína hillu.
Ég elska að elda og baka og fyrir mér er það áskorun að útbúa ljúffengan mat og kökur án glúteins, sykurs og gers.

Það er ekkert verra ef fólkinu mínu líkar við matseldina, því þá er sigrinum náð. Best er þegar enginn áttar sig á fjarveru sykurs og glúteins í matnum þeirra.

Matarástin

Ég hef gefið út uppskriftabók og fjöldan allan af uppskriftaspjöldum sem við seljum bæði hér í vefversluninni sem og á www.systurogmakar.is.

Á þessu bloggi mun ég halda áfram að deila góðum uppskriftum og ráðum sem verða vonandi aðgengileg og fróðleg.

Thermomix vélin góða, hún saxar, hrærir, malar, sýður, hnoðar, eldar, þeytir, mixar og blandar, já hvorki meira né minna!!

Ég kynni til leiks matvinnsluvél í sumum uppskriftum mínum en hún kallast Thermomix og hef ég notað hana mikið síðan ég eignaðist mína fyrstu græju fyrir 5 árum síðan. Ég er nýbúin að uppfæra vélina en nú er hún stafræn og enn þægilegri í notkun. Nú er loksins hægt að fjárfesta í vélinni hér á landi og fannst mér tilvalið að sýna fram á kosti þessa hjálpakokks í völdum uppskriftum. Thermomix gerir alla matseld svo miklu ánægjulegri og ég get ekki mælt nóg með henni. Vélina er hægt að versla í gegnum mig sjálfa svo endilega hafið samband við mig mariakrista@mariakrista.com ef þið viljið frekari kynningu.

Vonandi hafið þið gagn og gaman af. Með kveðju María Krista

Alma Bender nokkurra daga gömul.

Alma Bender, þessi sem heldur mér hamingjusamri alla daga.
Hvernig er þetta hægt ?
Alma Bender 3 ára
Alma og Elka Bender
Sólon prinsinn á heimilinu, 1 árs Maltese