Month: júlí 2020

Pavlova með berjum

Marengs já marengs og pavlovur. Þetta er hinn eilífi höfuðverkur sykurlausa lífstílsins því sykur og sætuefni haga sér ekki eins. Það er þó hægt að gera ansi góðan marengs með því að nota hæfilegt magn af sætu og hjálpar einnig að nota ýmis leynitrikk í lkl bakstrinum eins og Xanthan gum og fleira. Hér er […]

Kanilkex, Lu, Haust, Graham.. !!

Ég átti í sérstöku sambandi við Haust kexið sem margir muna eflaust eftir og það fæst enn þann dag í dag. Ég kallaði það yfirleitt köflótta kexið og borðaði með smjöri og osti. Það er haframjölsbragð af því og smá sætur keimur en ég prófaði að gera eina uppskrift núna sem líkist þessu kexi ansi […]

Ísterta með súkkulaðibotn

Ég man nú ekki eftir að hafa legið í ístertunum hér í den en ég man hvað mér fannst góður botninn í þeim þegar ég smakkaði og þá sérstaklega þessum með áfengisbragðinu, gat skeð, eða mér finnst allavega eitthvað áfengisbragð vera af þeim í minningunni og einhverskonar harður núggatbotn eða pralín… En jæja hvað um […]

Súkkulaðibitasmákökur með brúnuðu smjöri … 1.4 g kolv

Ég rakst á þessa aðferð fyrir nokkru en hún var að nota brúnað smjör í köku uppskriftir og gefur það ótrúlega góðan keim sem maður fær ekki annars. Brúnað smjör er bara eitthvað annað og hentar í svo margt, þeytt smjör og líka sem “sósu” yfir blómkál, kjöt og fisk. Það er mjög einfalt að […]

Hjónabandssæla

Ja hérna hér 13. júlí 2020 rann upp bjartur og fagur og fögnuðum við hjónin því 24 ára brúðakaupsafmæli okkar. Við “byrjuðum saman” fyrir heilum 29 árum sem er ótrúlega skrítið þar sem við erum bara rétt rúmlega þrítug 😉 En hvað um það, við giftum okkur árið 1996 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði með pompi […]

Brownie með rjómaosti

Þessi er bomba, hún er einföld í framkvæmd og ekki stútfull af súkkulaði eins og svo margar brownies. Hún er þó þétt í sér og svona “klístruð” eins og maður vill hafa brownies en það skemmir ekki að hafa súkkulaðisósu með og nóg af þeyttum rjóma. Mæli með að skutla í eina svona á blautum […]

Ostakaka með hlaupi

Þessi ostakaka er ótrúlega einföld og ég birti uppskriftina fyrir löngu á blogginu hjá okkur systrum á sínum tíma sem og á gamla blogginu mínu. Hér er hún komin í örlítið uppfærðri útfærslu. Hún er fersk og góð og mjög einföld í gerð. Ég einfaldaði meira að segja aðferðina og held það sé alveg eins […]

Rauðlaukssulta

Ég ELSKA sultaðan rauðlauk og finnst hann geggjaður t.d. á hamborgara, með kalkúnasteikinni, nautasteikinni og svo er hann æði á pizzur með geitaosti, eða hreinlega bara allt sem tengist geitaosti. Ég gerði einfalda útgáfu sem má finna á Thermomix heimasíðunni en þar er notaður púðursykur sem ég einfaldlega skipti út fyrir Sukrin gold. Það má […]

Churros og súkkulaðisósa

Eins og einhverjir hafa séð hjá mér þá gerði ég kleinuhringi hér á blogginu með collageni og þeir eru ótrúlega sniðugir. Núna ákvað ég að prófa að gera churros af síðunni Gnom gnom en með nokkrum breytingum og þeir eru eru ekki síðri með súkkulaðisósu til að dýfa í. Þessa uppskrift er bæði hægt að […]