Churros og súkkulaðisósa

Eins og einhverjir hafa séð hjá mér þá gerði ég kleinuhringi hér á blogginu með collageni og þeir eru ótrúlega sniðugir. Núna ákvað ég að prófa að gera churros af síðunni Gnom gnom en með nokkrum breytingum og þeir eru eru ekki síðri með súkkulaðisósu til að dýfa í. Þessa uppskrift er bæði hægt að baka og djúpsteikja upp úr palmín olíu en ég vil ekki nota grænmetisolíur eða fræolíur. Palmín kókosolían kemur því stórvel út. Það má líka baka lengjurnar og þær verða stökkar og fínar út af leyni innihaldinu, rifnum osti. Súkkulaðisósan er svo geggjuð á ís eða hvað sem er.

Innihald churros:

 • 60 g möndlumjöl frá NOW eða 40 g af fituskertu möndlumjöli frá Funksjonell

 • 35 g kókoshveiti frá NOW

 • 20 g Collagen , ég notaði Vital Protein Collagen

 • 1 tsk Xanthan gum frá NOW

 • 1 msk HUSK duft/powder fæst í baukum frá NOW

 • 240 ml vatn

 • 60 g smjör

 • 3 msk sæta, Sweet like sugar frá Good good

 • 1/4 tsk salt

 • 3 lítil egg eða 2 stór léttpískuð

 • 40 g rifinn mosarella ostur ( grænu pokarnir)

 • 1 tsk vanilludropar

 • 1 tsk lyftiduft

 • palmín kubbur ef þið djúpsteikið

aðferð:

 • Þetta deig minnir á vatnsdeigsbollur og er því unnið samkvæmt þeirri aðferð. Hitið vatn og smjör saman ásamt salti og sætu. Látið sjóða örlítið.
 • Bætið þurrefnum saman við og hrærið kröftuglega. Látið deigið kólna örlítið áður en vanillu, og eggjum er bætt við í 2-3 skömmtum, hrærið vel á milli. Bætið að lokum rifnum osti saman við hrærið vel saman.
 • Hitið olíuna vel þar til hún freyðir ef deigdropi er settur saman við.
 • Setjið deigið í sprautupoka með stjörnustút og sprautið 2-3 lengjum í einu í pottinn, gott að hafa skæri og klippa á lengjuna þegar hún fer ofan í. Látið brúnast og snúið churros svo þau steikist vel.
 • Það má líka baka churros í ofni, sprautið churros lengjum á bökunarpappír og bakið í 180° heitum ofni í ca 15 -20 mín eða þar til gyllt og falleg.
 • Gott er að strá dálítilli kanilsætu yfir þegar búið er að djúpsteikja eða taka úr ofninum. Best nýbakað eða steikt.

Súkkulaðisósa:

 • 1 dl rjómi

 • 85 g sykurlaust súkkulaði td. Cavalier 85%

 • 20 g smjör

 • 2 msk Sweet like syrup frá Good good

aðferð:

 • Hitið rjóma og smjör, hellið yfir súkkulaðið og sírópið og blandið vel saman þar til slétt og fellt.
 • Notið til að dýfa churros í en þessi sósa er fullkomin á ís líka.
Sweet like syrup frá Good good
Vital proteins collagenið er unnið úr fiskafurðum