Month: ágúst 2019

Aspassúpa frá grunni

Ég átti leið í Nettó eins og svo oft áður á leið heim úr vinnu eða öðru stússi og ætlaði svo sannarlega ekki að hafa súpu á föstudegi en þegar ég sá aspasbakkana í grænmetisdeildinni, þessa litlu krúttlegu þá stóðst ég ekki mátið og kippti með mér heim knippum af aspas. Það yrði bara súpa […]

Pylsubrauð í öbba

Það er nú ekki flókið að lifa án brauðs í raun og veru en stundum langar manni pínu í eitthvað utan um pulsuna svo hægt sé að dreifa smá lauk og dijon sinnepi undir pulluna, tómat á toppinn og borða eins og hinir en ekki með hníf og gaffli. Þessi öbbabolluuppskrift er tilvalin og það […]

Kjúklingur í piparostasósu

Ég hef oft rekist á þessa uppskrift með rauðu pestói en hana má finna á heimasíðunni hjá Gulur rauður grænn og salt en þar sem ég er meira að vinna með rjóma frekar en matreiðslurjóma þá breytti ég henni aðeins. Ég notaði Franks red hot sauce í stað tabasco og tamari soya sósu en hún […]

Frækex með góðu biti

Gott hrökkkex er snilld sem millimál eða notað sem máltíð, t.d. undir túnfisksalatið okkar. Hér er uppskrift sem hefur verið að ganga um á netinu en ég breytti henni aðeins í hlutföllum enda hentar fullkomnlega að nota fræblönduna frá Himneskri hollustu í þessa uppskrift. Það verður úr ein bökunarplata af kexi sem dugar vel inn […]

Ostavöfflur, allir að gera þær

Já það grípur um sig svona æði öðru hverju í ketóveröldinni og núna eru ostavöfflur eða “Chaffles” vinsælar, cheese+waffles. Þetta er í raun mjög einfalt og fljótleg uppskrift sem breyta má eins og maður vill. Ég gerði 3 mismunandi útfærslur, bæði með möndlumjöli og án, með vanillu og sætu og svo eina sterka sem gæti […]

Chiagrautur á mismunandi vegu

Fyrir marga er morgunmatur ómissandi og chia grautur gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja byrja morguninn á köldum og ferskum graut. Það er líka hægt að fá sér chia graut í hádeginu eða sem desert á kvöldin og það eru í raun til endalausar útfærslur af honum. Það má nota hann með bláberjum, hindberjum, […]

Brokkolísúpa

Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]

Möndluterta með rjóma og karamellusósu

Fyrir þá sem eru ekki miklir bökunargúrúar en langar í smá sætu öðru hvoru með kaffinu þá er þessi kaka mjög einföld. Sumir elska hnetusmjör en maðurinn minn t.d. er ekki eins hrifinn svo ég notaði möndlusmjör í kökuna og skreytti með rjóma og karamellusósu. Ég get alveg mælt með henni fyrir þá sem vilja […]

Sítrónukaka, svona Starbucks

Ég elska Starbucks, eða elskaði , ég fæ mér náttúrulega ekki bakkelsi þar lengur en læt græja allskonar lágkolvetna kaffidrykki ef ég er á ferðalagi. Ein kakan þarna er samt svo góð að ég hef næstum fallið fyrir freistingunni en það er Sítrónuformkakan. Ég gerði hér mína útgáfu sem smakkast dásamlega en það er líka […]

Marengshnappar Nick´s

Það er ákveðin kúnst að ná marengs góðum, ég hef prófað allskonar sætur og sýróp og nú prófaði ég að nota nýju sætuna frá Nick’s sem er blanda af Erythritoli og Xylitoli. Marengsinn kom vel út, varð pínu gylltur en það skipti engu máli því ég muldi hann ofan í glas með rjóma og jarðaberjum. […]