Marengshnappar Nick´s

Það er ákveðin kúnst að ná marengs góðum, ég hef prófað allskonar sætur og sýróp og nú prófaði ég að nota nýju sætuna frá Nick’s sem er blanda af Erythritoli og Xylitoli. Marengsinn kom vel út, varð pínu gylltur en það skipti engu máli því ég muldi hann ofan í glas með rjóma og jarðaberjum. Desertinn skreytti ég svo með niðurskornu Peanutbar og karamellusúkkulaðinu frá Nick’s. Síðan bræddi ég nokkra bita af dökka súkkulaðinu frá þeim ásamt mct olíu og dreifði yfir í lokin. Aðallega til að ná” lookinu” sko. Tjúllað gott og einfalt. Hér er uppskriftin af marengshnöppunum, restin segjir sig sjálf. Ber, rjómi , ber rjómi.

Marengshnappar

  • 3 stórar eggjahvítur eða um 90 g úr brúsa, við stofuhita
  • 230 g sæta frá Nick’s ég notaði þessa með fjólubláu stöfunum og er blanda af Erythritol og Xylitoli og fínmalaði sætuna áður
  • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

  • Hitið ofninn í 90 – 100 °með blæstri
  • Þeytið eggjahvítuna þar til hún freyðir vel, bætið þá sætunni saman við 1 msk í einu og þeytið vel á meðan.
  • Þegar marengsinn er glansandi og myndar toppa þá setjið þið vanilluna saman við og þeytið áfram.
  • Setjið litla toppa á bökunarpappír og bakið í 2.30 – 3 klt í ofni eða þar til hnapparnir eru harðir og losna af pappírnum.
  • Hægt er að geyma marengs í lokuðum ílátum á þurrum stað og grípa í þegar gesti ber að garði og snara fram einföldum desert með rjóma og jarðaberjum án nokkurs samviskubits, enginn sykur, bara gleði.
Gat bara ekki hætt að mynda desertinn 🙂 í góða veðrinu.