Brauðmeti

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Súpubrauð glúteinlaust

Þessar bollur minna mig mikið á súpubrauðið sem amma mín Bagga heitin bjó til þegar hún bauð fjölskyldunni í aspassúpu. Þetta var hefðbundið hveitigerbrauð með mjólk og smjöri, sykri og öllum pakkanum og það sem einkenndi það voru kardimommur sem gáfu því sérstakt bragð. Þetta líkist eflaust einhverskonar “buisquit”uppskriftum sem þekktari eru erlendis en mig […]

Pylsubrauð eða Hlölli!!

Þessi uppskrift er af síðunni Diet doctor og ég leyfði mér að henda henni hér inn með ponki twisti. Ég vildi hafa smá sætt bragð af pylsubrauðinu og setti smá sætu í deigið. Annars er hægt að leika sér með þessa uppskrift að vild. Krydda, móta bollur, langlokur eða pylsubrauð í þessu tilfelli. Deigið er […]

Ostabaka með trönuberjum

Í aðventu þætti Kötlu sem er enn hægt að sjá hér þá kom hún Eirný með snilldarhugmynd að jólabrunch og þar á meðal var þessi dásamlega einfalda Trönuberja og ostabaka. Upphaflega uppskriftin kallaði á smjördeigsbotn en ég ákvað að gera þetta ketóvænna, allavega nær því að vera lágkolvetna og bjó til botn úr sama deigi […]

Brauðbollur úr Tvaróg osti

Það er allt reynt á ketó og lágkolvetna mataræðinu til að ná fram einhversskonar brauðáferð sem minnir á gömlu góðu glúteinbrauðin með góða gerbragðinu. Þetta er eilífðar leit sem ber ekki alltaf árangur og þá er ágætt að hafa ekki of miklar væntingar. Fyrir þá sem vilja brauð sem helst mjúkt og bragðast ekki eins […]

Brauðréttur með chorizo og ostasósu

Það er ekkert eins gott að heitir brauðréttir og nýverið rakst ég á uppskrift frá Gotteri og gersemar sem virkaði mjög svo spennandi. Ég ákvað að prófa að snara henni yfir á ketó/lkl vegu og mikið sem þetta var GEGGJAÐ. Ég notaði nýtt Lava cheese sem “topping” og það kom ótrúlega vel út en Berglind […]

Pönnukökur úr havrafiber

Fyrir þá sem ekki þola hnetumjöl, möndlumjöl né kókoshnetumjölið þá er hér góð uppskrift af pönnukökum sem komu þægilega á óvart. Ég var að baka pönnukökur fyrir barnabarnið úr hveiti og fannst þær svo girnilegar að ég henti í samsuðu af hráefnum sem mér datt í hug að virkuðu svipað og hveiti og útkoman var […]

Snúðar með brómberjasultu Good good brand

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Good good Það eru ótal útfærslur í boði þegar kemur að því að nota svokallað “fathead deig” en það er í grunninn bræddur ostur, egg og möndlumjöl sem má nota í pizzur, pizzusnúða, ostahorn og bollur. Það má gera mjög fína kanilsnúða úr deiginu en hér nota ég […]

Ostaslaufur með skinku

Grunn uppskriftin sem ég hef deilt hér áður með havrafiber er ótrúlega þægileg og kemur upphaflega frá Fedt og forstand síðunni. Ég hef fiktað aðeins í henni til að gera mismunandi útfærslur af brauðmeti, snúða, bollur, beyglur og fleira og nú eru hér komnar ostaslaufur sem komu ótrúlega vel út. Ég nota beikonsmurost og rifinn […]

Hvítlauksbrauð og salat

Ég bauð vinkonu minni í lunch um daginn og það var ægilega vel heppnað allt, bæði brauðið sem ég bar fram með salatinu og ricotta osturinn sem ég gerði frá grunni enda búin að læra að meta slíka dásemd hjá osta Eirný og Kötlu sys. Nú er hægt að gera allskonar salat úr ricottaostinum en […]

Bollur með sólblómafræjum og havrefiber

Ég fann þessa uppskrift þegar ég skoðaði Havrefiber vöruna hjá Funksjonell en þeir fengu að birta uppskrift með þessu snilldarhráefni frá Fedt og forstand https://fettogforstand.no/ en þar má finna nokkrar mismunandi uppskriftir með havrefiber sem er nýkomið til lands og fæst meðal annars í Nettó verslunum. Ég prófaði að gera bollur úr uppskriftinni en breytti […]