Hér mun ég setja inn allskonar greinar og færslur um það sem við hjónin höfum verið að stússa. Við komum ansi víða við, erum að endurgera ýmis herbergi í húsinu okkar og pæla mikið í breytingum á efri hæðinni.
Stærsta verkefnið okkar var að endurgera efri hæð hússins eins og hún leggur sig og hófust þær breytingar árið 2020. Það er búið að ljúka miklu, mörg handtök búin en margt skemmtilegt eftir. Lóðin úti, pallapælingar, baðherbergi og þvottahús. Já alveg af nægu að taka.