Súpur

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Papriku og tómatsúpa

Þessi súpa er eitthvað annað og höfundur er Ragnheiður hjá Matarlyst sem er dásamlega girnilegt matarblogg hjá þeim systrum Ragnheiði og Elísabetu en Ragnheiður hefur að mestu séð um instagrammið og uppskriftirnar upp á síðkastið. Hún er hestakona, sjósundskona, amma og mamma og er sko alveg með þetta, hún “sansar” allt og bakar í flugfreyjuskóm […]

Blaðlaukssúpa – rjómalöguð

Hversu einfalt er að skella í súpu úr einum blaðlauk ? Geggjað að nota hvítlauksost og þessi súpa er ein sú flótlegasta. Ég gerði mína í Thermomix en það er auðvitað hægt að blanda hana í potti og rífa niður ost og blaðlauk. Ég mæli með fetabrauðbollunum með henni, passlega saltað brauð og með góðri […]

Tom kha gai súpa

Þessi súpa er ein af mínum uppáhalds í heiminum. Það er svo gott að fá sér heita og spicy tælenska súpu á vetrarkvöldum og ég gerði þessa ketóvæna með smá meiri fitu og nota Sukrin gold til að sæta. Kjúklingalæri komu vel út og gáfu góða fitu, karrý og kóríander en þeir sem ekki meika […]

Blómkáls sprengisúpa

Þegar kemur að sprengideginum þá eru góð ráð dýr varðandi súpuna. Það eru ansi mörg kolvetni í blessuðu gulu baununum svo það þarf að finna staðgengil þar. Ég gerði blómkálssúpu fyrir einhverju sem minnti mig svo á baunasúpu að ég ákvað að hafa hana bara núna á sprengidaginn. Baka góðar bollur með og sigla í […]

Brokkolísúpa í Thermomix

Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]

Aspassúpa frá grunni

Ég átti leið í Nettó eins og svo oft áður á leið heim úr vinnu eða öðru stússi og ætlaði svo sannarlega ekki að hafa súpu á föstudegi en þegar ég sá aspasbakkana í grænmetisdeildinni, þessa litlu krúttlegu þá stóðst ég ekki mátið og kippti með mér heim knippum af aspas. Það yrði bara súpa […]

Brokkolísúpa

Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu […]

Sveppasúpa með timían

Sveppasúpur eru alltaf góðar ekki satt, þessi smakkast eins og á fínasta veitingastað og alveg laus við allt hveiti og þykkingarefni. Er því glúteinlaus og bragðmikil með góðri fitu. Mæli með því að baka gott lágkolvetna brauð með henni. Ég gerði í þetta sinn útgáfu af brauðstöngum og notaði Fat head uppskrift sem kom nokkuð […]

Heit kjúklingasúpa

Ég fer ekki ofan af því að elskhugi minn s.s.fyrir utan eiginmanninn býr í eldhúsinu mínu og heitir Thermo, þýskur stælgæi ! Ég er svo gjörsamlega háð þessari græju að það er vandræðalegt. En hvað um það, ég ákvað að skella í kjúklingasúpu til að klára úr ísskápnum allskonar grænmeti og úr varð þessi dýrindis […]

Rjómalöguð tómatsúpa

Það er svo mikil snilld þessi Thermomix græja að ég ætla að láta fylgja hér uppskrift sem er gerð frá grunni í þessari dásamlegu vél. Uppskriftin kemur upphaflega frá fyrirtækinu en ég sleppti sykri og bætti við smá chilli. Print Ingredients 1 hvítlauksrif50 g laukur , gulur30 g smjör700 g tómatar1 tsk salt1 tsk oregano1 […]