Rjómalöguð tómatsúpa

Það er svo mikil snilld þessi Thermomix græja að ég ætla að láta fylgja hér uppskrift sem er gerð frá grunni í þessari dásamlegu vél. Uppskriftin kemur upphaflega frá fyrirtækinu en ég sleppti sykri og bætti við smá chilli.

Innihald:

 • 1 hvítlauksrif
 • 50 g laukur , gulur
 • 30 g smjör
 • 700 g tómatar
 • 1 tsk salt
 • 1 stk oregano
 • 1 kjúklingakraftsteningur
 • 500 ml vatn
 • 100 g rjómi
 • 2-4 basilikulauf
 • 1 tsk chilimauk má sleppa
 • 70 g tómatpúrra eða nota Felix tómatsósu með stevíu

Aðferð:

 • Setjið lauk og hvítlauk í skálina og stillið á 3 sek/ hraði 5, skafið úr hliðum.
 • Bætið við smjöri og steikið 3 mín / hiti 120° / hraði 1
 • Bætið við tómötum, púrru eða felix, salti, og kryddi, stillið á 5 sek / hraði 5
 • Bætið nú við vatninu og kraftinum og sjóðið í 15 mín / hiti 100°/ hraði 2
 • Bætið við rjómanum, basiliku og hitið 1 mín/ hraði 4-8 aukið hraðann hægt og rólega.
 • Hellið súpunnni í skál, mér fannst geggjað að setja 1 msk af sýrðum rjóma 36% út á og bar fram með kúrbítsbollum.