Month: september 2020

Calzone pizza

Pizza pizza.. Börkur minn elskar Calzone pizzu með skinku og sveppum og hefur ósjaldan pantað slíka á veitingastöðum. Ég ákvað að prófa og gerði tvær mismunandi tegundir af brauði í þessari tilraun. Ég endaði á því að nota ostadeigið sem ég notaði í Hvítlauksbátana enda er það bara mjög svo gott deig, sérstaklega þegar ég […]

Fitur og olíur

Fita er mikilvægur hluti ketó mataræðis,  hún á að dekka 70% af því sem við borðum á hverjum degi. Við viljum því vera viss um að fá fituna okkar frá hollum valkostum því fita er ekki sama og fita. Mig langar því að fara aðeins yfir mismunandi tegundir af fitum og olíum, hverjar eru hollar og […]

Snickersstykki í Thermomix5 og TM6.

Það er nú hægt að gera allskonar útfærslur af hrákökum eða fitubombum og hér er ein sem er nokkuð fljótleg, eða allavega einföld. Ég var í smá viðtali hjá Evu Laufey og Svavari í Bakaríiinu á Bylgjunni og þar sem þau töluðu ekki um annað en kökuna sem Eva bakaði í gær þá langaði mig […]

Vikumatseðill nr 4

Hér kemur fjórða vikan og þú getur halað niður þessum matseðli, prentað út og sett á ískápinn eða geymt í símanum eða tölvu. Hér er matseðill fyrir vikuna 28. september – 4. okt. Hér fyrir neðan eru linkar á allar uppskriftirnar á blogginu sem passa í matseðilinn.

Beyglur úr mjöli

Það hafa flestir prófað að gera beyglurnar sem má finna víða á vefnum og eru úr hinu svokallaða Fathead deigi. Þær eru mjög góðar beint úr ofninum en það getur verið pirrandi hversu stífar þær verða eftir bakstur. Ég prófaði einfaldar beyglur í morgun sem eru aðallega úr mjöli og þær komu vel út. Kryddblönduna […]

Mjúkir kanilsnúðar með möndlusmjöri

Póstur dagsins er nú meira mixið. Tengdadóttirin Guðrún var að leika sér að breyta pylsubrauðsuppskriftinni minni og gera sér kanilsnúða um daginn og ég ákvað að taka þá tilraun aðeins lengra og prófaði. Ég bætti auðvitað aðeins við til að flækja hlutina og breytti smá en svo hafði ég séð snúða frá Paz sem voru […]

Marengs með mascarpone ostafyllingu og berjacompot

Ég fékk fjölskylduna í mat í gær og langaði að hafa eitthvað einfalt sem hentar öllum í eftirrétt. Ég átti til eggjahvítur og ákvað að skella í einfaldan marengs, aðeins minni uppskrift en 2 botna marengstertan og ákvað að prófa nýja mascarpone ostinn í fyllinguna. Ég var enga stund að þeyta upp marengsinn en hann […]

Flatbrauð og kryddaður hakkréttur

Ég fékk ábendingu um daginn frá Berglindi vinkonu hjá Eldhústöfrum en hún var að benda mér á flotta flatbrauðsuppskrift sem má finna á Cookidoo vefsíðunni, þessari sem geymir um 60.000 uppskriftir sem hægt er að nálgast í gegnum Thermomix vélina, hversu svalt !!! Allavega uppskriftina er hægt að gera með eða án Thermomix og ég […]

Ný Sigga !

Ég þekki konu sem ég kynntist fyrst í gegnum móður mína en við Börkur vorum stundum send til hennar með grein af ílex frá mömmu fyrir jólin og vorum síðan send til baka með heimagert konfekt í skál. Þessi kona heitir Sigríður Gunnlaugsdóttir og leiðir okkar lágu saman aftur þegar […]

Hvítlauksbátar

Hér er uppskriftin af hvítlauksbrauðinu sem ég hafði með kjúklingaréttinum um helgina, eða kjúkling í grænu pestói. Þetta er hið hefðbundna Fathead deig en mér finnst mjög skemmtilegt að leika mér að mjöltegundum og bæta við kryddum og slíku sem poppa upp brauðin. Hér heppnaðist vel að nota fituskerta mjölið og krydda vel með oregano […]