Jólauppskriftir

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Söru ísterta

Þegar ég var búin að smakka kaffiísinn þá datt mér í hug að skella í Söru ístertu í leiðinni. Mér fannst þetta eitthvað svo upplagt kombó. Ég bakaði eina uppskrift af sörum sem hringlaga botn , bjó til ísinn og skellti honum ofan á eftir að hafa þeytt upp í Thermomix. Frysti og bætti svo […]

Kaffiís mjúkur og góður

Ég er ekkert brjálæðislega æst í ís en sumar týpur eru að henta mér vel eins og mokkabragð, piparmyntu og súkkulaði og svona kúluísar og jú sorbet sítrónu. Ég vildi prófa að gera ís í Thermomix og mauka hann upp til að ná þessu mjúka bragði fram eins og maður finnur í kúluís í ísbúðum […]

Ostabaka með trönuberjum

Í aðventu þætti Kötlu sem er enn hægt að sjá hér þá kom hún Eirný með snilldarhugmynd að jólabrunch og þar á meðal var þessi dásamlega einfalda Trönuberja og ostabaka. Upphaflega uppskriftin kallaði á smjördeigsbotn en ég ákvað að gera þetta ketóvænna, allavega nær því að vera lágkolvetna og bjó til botn úr sama deigi […]

Heimagert marsipan

Það er hægt að kaupa sykurlaust marsipan í Nettó t.d. og er það frá Sukrin. Ég hef notað það í mjög margar uppskriftir en langaði að prófa að gera mitt eigið í Thermomix að sjálfsögðu. Það þarf ekki að mala möndlurnar lengi því krafturinn í vélinni er mikill og marsipanið kom dásamlega vel út. Það […]

Ferrero Rocher sykurlaust konfekt

Það er orðin hálfgerð synd að kaupa ekki Ferrero Rocher í fríhöfninni handa tengdó þegar við höfum átt leið þar í gegn og mér finnst þetta lúmskt gott konfekt. Það er þó því miður ekki sykurlaust og mig langaði að prófa að gera það alveg sykurlaust en samt með sama góða bragðinu og áferðinni og […]

Marsipankonfekt

Um jólin fékk ég gefins frá Arndísi vinkonu mola sem hún líkir við Mozartkúlur, úr súkkulaði fudge og marsipani. Þeir eru aðeins meira maus en ég nennti svo ég gerði svipaða mola úr marsipani tilbúnu frá Funksjonell og smurði með sykurlausri súkkulaðismyrju. Ég notaði Cavalier en það má nota Good good smyrjuna líka fyrir þá […]

Karamellusósa

Hér er sósan sem ég gerði eitt sinn með rjómarönd og passar hreinlega með öllu, ofan á ís, búðing og mús. Mæli með að prófa þessa. Fljótleg og góð. Print Innihald: 140 ml rjómi120 g Sukrin gold síróp25 g smjör1/8 tsk salt1 tsk sítrónusafi 20 g Sukrin melis1 tsk vanilludropar1 msk koníak, má sleppa Print […]

Karmellaðar pekanhnetur eða aðrar hnetur

Þetta er svo gott til að maula og er mjög einfalt að gera í ofni og á einni pönnu. Mæli með eitt og sér eða til að strá yfir deserta, kökur eða saman við ísinn. Print Innihald: 125 g möndlur125 g pekanhnetur25 Sukrin Gold sæta25 g Sukrin gold síróp25 g smjör1/3 tsk kanill Print aðferð: […]

Hangikjét og uppstúfur

Það er svo ótrúlega einfalt að sneiða framhjá því sem er ekki æskilegt á Ketó ef maður er nógu opinn fyrir hugmyndum og festist ekki alveg í gömlu hefðunum. Hver veit nema nýjar hefðir festist í sessi og bragðist jafnvel enn betur, þær fara klárlega betur í magann. Ég get alveg lofað ykkur minna belgdum […]

Jóladónar

Kannist þið við bragðið af svona “bundt” cake eins og t.d. amma mín gerði á jólunum ? Mikið súkkulaðibragð og svo súkkulaðigljái yfir. Mér datt í hug þar sem svona kökur eru oft massívar að gera frekar litla kleinuhringi úr deiginu og skreyta soldið jólalega. Ég gerði krem úr bræddu súkkulaði, smjöri og rjóma og […]