Það er nú hægt að gera allskonar útfærslur af hrákökum eða fitubombum og hér er ein sem er nokkuð fljótleg, eða allavega einföld. Ég var í smá viðtali hjá Evu Laufey og Svavari í Bakaríiinu á Bylgjunni og þar sem þau töluðu ekki um annað en kökuna sem Eva bakaði í gær þá langaði mig í eitthvað svipað. Þetta er mjög gott og ekki ósvipað hnetustykkjunum mínum en kannski ennþá auðveldara fyrir þá sem ekki nenna miklu brasi.
Hér gerði ég uppskriftina í Thermomix og þar sem hún hitar í 120° hæst án þess að vera í sér prógrammi þá lengdi ég tímann í 90 mín og leyfði henni að malla í rólegheitum án þess að hafa mæliglasið í.
Innihald:
2 dl rjómi
50 g smjör
40 g Sukrin Gold
60 g Sukrin Gold sirup (um 3 msk )
50 g makadamiuhnetur
50 g möndlur
50 g heslihnetur eða möndlur
gróft sjávarsalt um 1/2 tsk
Toppur:
80 g -100 g sykurlaust súkkulaði til að setja á toppinn1 tsk kókosolía
aðferð:
- Setjið hnetur í eldunarskálina og maukið 3 sek/hraði 6 hellið í skál og geymið meðan karamellan er gerð
- Setjið allt hráefni í eldunarskálina og stillið á 90 mín/hiti 120°/hraði sleifarsnúningur. Ekki hafa mæliglasið í lokinu, gott að nota slettuvörn eða setja suðukörfuna yfir gatið. Það mun bubbla í karamellunni en það er allt í góðu.
- Blandið hnetum út í karamelluna, hrærið 10 sek / hraði 1.5 öfugur snúningur.
- Hellið blöndunni í form , gott að nota silikonform. Kælið í ísskáp á meðan súkkulaðiðhúðin er hituð.
- Setjið súkkulaði í skálina, saxið 5 sek / hraði 7
- Hitið súkkulaðið 3 mín/70°hiti /hraði 2
- Hellið súkkulaði yfir snickersstykkið og frystið. Skerið í bita þegar allt er frosið og fínt og geymið í lokuðu íláti. Stráið grófu salti yfir ef þið viljið.

