Brokkolísúpa

Það er svo gott þegar fer að hausta að fá sér matarmikla súpu og að þessu sinni varð brokkolí fyrir valinu. Ég átti Óðalsost sem ég þurfti að nota og þar sem Thermomix hjálpar svo til tímalega séð þá var ég enga stund að rífa allt niður, saxa brokkolíið og skella í dásamlega góða súpu á engum tíma. Ég bakaði ostabollur með súpunni og má segja að þetta hafi verið tómur ostur.

innihald:

 • 1 haus brokkolí
 • 2 sellerí stönglar
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1/2 gulur laukur
 • 100 g smjör
 • 750 ml soðið vatn
 • 1 1/2 kjúklingateningur
 • 250 ml rjómi
 • 300 g rifinn ostur, má vera Óðals eða Cheddar
 • 1/2 tsk Xanthan gum , má sleppa

aðferð:

 • Rífið ostinn niður og takið til hliðar.
 • Skerið brokkolí og sellerí í litla bita, takið til hiðar.
 • Skerið laukinn niður og steikið í þykkbotna potti í smjörinu ásamt selleríi.
 • Bætið brokkolí á pottinn og látið mýkjast upp.
 • Hellið soðinu yfir og sjóðið í nokkrar mínútur.
 • Bætið rjóma saman við og hrærið vel saman látið súpuna malla.
 • Hér er gott að mauka súpuna með töfrasprota.
 • Bætið að lokum rifnum osti saman við hitið að suðu og berið fram.

aðferð með Thermomix:

 • Setjið ost í skálina, saxið 10 sek / hraði 6, takið til hliðar
 • Bætið brokkolí í skálina og saxið 5 sek/ hraði 6, takið til hliðar
 • Setjið lauk í skálina ásamt sellerí og saxið 5 sek / hraði 6
 • Bætið smjörinu í skálina ásamt kryddi og hitið 5 mín / 120°/ hraði 1
 • Bætið soðinu í skálina og hrærið í 20 sek / hraði 1
 • Setjið rjóma saman við og hitið nú 15 mín / 120°/hraði 1
 • Bætið ostinum saman við og hrærið 5 mín / hraði 2
 • Að lokum maukið þið súpuna 15 sek / hraði 3 upp í 8 en farið varlega
Bakkann fékk ég í Nettó og ég elska hann en hann er frá merkinu Maku
5 sek á hraða 5-6