Papriku og tómatsúpa

Þessi súpa er eitthvað annað og höfundur er Ragnheiður hjá Matarlyst sem er dásamlega girnilegt matarblogg hjá þeim systrum Ragnheiði og Elísabetu en Ragnheiður hefur að mestu séð um instagrammið og uppskriftirnar upp á síðkastið. Hún er hestakona, sjósundskona, amma og mamma og er sko alveg með þetta, hún “sansar” allt og bakar í flugfreyjuskóm sem er dásamlega töff eins og hún er.

Ég rakst á geggjaða súpu sem hún snaraði fram með djúpsteikum mosarella kúlum og þótt ég hafi ekki lagt í kúlurnar núna þá mun ég eflaust prófa með ketóvænu raspi bráðlega. Læt þó súpuna duga núna sem er fáránlega góð. Ég þurfti að breyta aðeins hráefnum og hlutföllum en vá hvað þetta smakkaðist vel.

May be an image of einn eða fleiri og people standing
Takið eftir hælaskónum, litla pæjan
May be an image of matur

innihald:

 • 2 msk ólífuolía ( steikingar frá OLIFA )

 • 800 g tómatar, litlir kokteiltómatar bestir

 • 1 -2 solo hvítlaukar ég nota þessa heilu en þá má líka setja 5-6 rif af hvítlauk

 • 1 rauðlaukur

 • 2 paprikur, gul og rauð

 • 1 pakki af paprikusmurosti hann er án kolvetna

 • 1 stk chili ferskt og fræhreinsað

 • 1 msk balsamik edik

 • 2 tsk timian krydd

 • 1 tsk svartur pipar

 • 2 tsk sjávarsalt t.d. himalayan

 • 2 msk tómatpúrra, reyna að finna sem lægsta í kolvetnum

 • 700 ml vatn og 2 teningar kraftur, kjúklingateningar eða grænmetis

 • 1-2 dl laktósafrír rjómi

 • 2 msk Sukrin gold síróp

aðferð:

 • Skerið lauk og papriku gróflega niður ásamt chili, setjið í ofnskúffu ásamt olíu og dreifið tómötunum með. Ég notaði Airfryer og bakaði grænmetið þar til brúnað í köntum. Síðan er grænmetið sett í pott , ég notaði Thermomix auðvitað og hitaði fyrst vatn og kjötkraft og bætti síðan grænmetinu saman við.
 • Kryddið með kryddum, salti og pipar , látið súpuna malla í 10 mín sirka, bætið þá við rjóma, balsamik ediki og sírópi og maukið með töfrasprota eða Thermomixinu. Hversu mikið er maukað er smekksatriði 🙂
 • Þessi súpa er mjög líka súpunni hennar Ragnheiðar en ég skipti þó út rjómaosti fyrir smurost og notaði ekki hlynsíróp heldur Sukrin gold, rjóminn er svo smekksatriði.
 • Ég gerði ekki mosarellakúlurnar í þetta sinn en það er mjög gott að strá rifnum osti yfir súpuna og njóta í botn með glúteinlausu ketóbrauði að eigin vali.
 • Takk fyrir að leyfa mér að birta þessa uppskrift Ragnheiður mín ég mæli svo sannarlega með að prófa.