Heit kjúklingasúpa

Ég fer ekki ofan af því að elskhugi minn s.s.fyrir utan eiginmanninn býr í eldhúsinu mínu og heitir Thermo, þýskur stælgæi ! Ég er svo gjörsamlega háð þessari græju að það er vandræðalegt. En hvað um það, ég ákvað að skella í kjúklingasúpu til að klára úr ísskápnum allskonar grænmeti og úr varð þessi dýrindis mexíco súpa sem synirnir önduðu upp á núll einni. Ég gerði mér ostasnakk með henni til að fá nachos stemmninguna beint í æð en drengirnir fengu sitt Doritos. Þeir fengu nú samt að smakka ostinn og voru merkilega sáttir.

innihald:

 • 3 hvítlauksrif
 • 1 laukur
 • 1 rautt chilli
 • 2 msk olía
 • 6 litlar sætar paprikur eða 2 stórar
 • 300 g tómatar
 • 1 dós maukaðir tómatar, MUTTI eru góðir
 • 2 dósir vatn
 • 1 msk paprikuduft
 • 1 tsk cumin
 • 2 tsk karrý
 • 1 kjúklingakrafts teningur
 • 100 g rjómaostur
 • salt og pipar
 • 1-2 bakkar rifinn kaldur kjúklingur t.d. Holta
 • ferskt kóríander

Aðferð með Thermomix:

 • Setjið laukana saman í skálina ásamt chilli. Maukið í 3 sek á hraða 5. Skafið niður úr hliðum skálarinnar.
 • Bætið við olíu og steikið í 3 mín / 120° / hraði 1
 • Bætið við tómötum, papriku og maukið aftur 5 sek á hraða 5
 • Bætið nú við tómötum í dós og bætið við 2 dósum af vatni í skálina, kryddið og bætið einnig kjúklingakraftinum við.
 • Sjóðið núna í 15 mín / 100°/hraði 2.
 • Að lokum er rjómaostur settur saman við og súpan maukuð í 1 mín á hraða 5-7.
 • Setjið kjúklinginn út í súpuna og hrærið á öfugum snúning í 2 mín á hraða 1.
 • Súpan er klár og gott að bera fram með fersku kóríander, rifnum osti, 36% sýrðum rjóma og ostaflögum.

OStaflögur:

 • 2 bollar af rifnum cheddar osti
 • 1 bolli rifinn mosarellaostur
 • 2 msk hörfræmjöl
 • 1 tsk cumin
 • 1/2 tsk chillipipar

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 170°
 • Kryddið rifinn ostinn og blandið saman ásamt hörfræmjölinu.
 • Setjið litlar hrúgur af osti á smjörpappír með jöfnu millibili.
 • Bakið á blæstri í 5-10 mín eða þar til vel stökkt. Passið að fylgjast vel með því osturinn bráðnar hratt.