Month: ágúst 2019

Piparrótarsósa og salat

Siddý frænka er ein af uppáhaldsfrænkum mínum, hún er dásamlega hnyttin og skemmtileg frú og svo kann hún að gera besta salat og sósu í heiminum sem við köllum Laufabrauðssalatið hennar Siddýjar, en hún mætir yfirleitt með það þegar við hittumst og skerum laufabrauð. Hér er mín útgáfa af salatinu, ég sleppti ananas og maísbaunum […]

Vöfflur þær allra bestu

Hér er fljótleg og góð uppskrift af vöfflum en hér nota ég rjómaost og möndlumjöl. Þessar eru ægilega góðar með smá súkkulaðismyrju en auðvitað góðar með sultu líka eða þessvegna smjöri og osti. Xanthan gum er náttúrulegt þykkingarduft sem hentar vel í hverskonar bakstur sem vanalega er með glúteini en þar sem við tökum það […]

Rifsberjasulta

Já sæll, hér beint fyrir utan eldhúsgluggann svigna runnar af rifsberjum og fannst mér tilvalið að skella í rifsberjasultu af því tilefni. Ég notaði Thermomix vélina í verkið en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulegan skaftpott í verkið. Ég neita því þó ekki að Thermoelskan mín einfaldar mér verkin og sérstaklega við svona mauk, […]

Súkkulaðimús fyrir 2

Ég fagna nýjungum í vöruúrvali eins og ég sé á úrslitaleik kvenna í fótbolta enda hjálpar það fólki eins og mér að halda mér við efnið þegar úrvalið er gott og ég get leitað í sykurlaust nammi og vörur til að gera vel við mig án þess að falla í sykurgryfjuna. Þetta er jú lífstíllinn […]

Hnetusmjörskökur

Það er algjör snilldarvara í boði frá Funksjonell sem kallast hnetumjöl. Fyrir þá sem elska hnetusmjör þá er þetta geggjað í smákökur og ég gerði súkkulaðibitakökur í morgun sem bráðna upp í munni og eru æðislegar með kaffisopanum. Mjölið fæst til dæmis hjá Systur&Makar. Print Innihald: 1 egg150 g ósaltað smjör við stofuhita 40 g […]

Rabarbarachutney

Það er svo klikkuð uppskriftin að chutneyinu sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá heldri vinkonu minni en hún sló algjörlega í gegn hjá öllum sem ég bauð að smakka og var eitthvað allt öðruvísi en því sem maður hefur vanist úr rabarabara. Þessi uppskrift innihélt auðvitað sykur og þurrkaðar aprikósur og slatta af lauk […]

Satay kjúklingur og kryddgrjón

Ég ákvað að prófa snilldarvöru úr Nettó um daginn sem er frá änglamark og er s.s. frosin blómkálsgrjón. Það fást líka frosin brokkolígrjón og ég á eftir að gera eitthvað geggjað úr þeim, t.d. brokkolímús með parmesan. Mig langaði að gera einhversskonar kryddgrjónablöndu og bera fram með kjúkling á spjóti en með þessu útbjó ég […]