Hnetusmjörskökur

Það er algjör snilldarvara í boði frá Funksjonell sem kallast hnetumjöl. Fyrir þá sem elska hnetusmjör þá er þetta geggjað í smákökur og ég gerði súkkulaðibitakökur í morgun sem bráðna upp í munni og eru æðislegar með kaffisopanum. Mjölið fæst til dæmis hjá Systur&Makar.

Ingredients

 • 1 egg

 • 150 g ósaltað smjör við stofuhita

 • 40 g Sweet like sugar sæta

 • 60 g Sukrin Gold

 • 1/4 tsk salt

 • 1/2 tsk matarsódi

 • 50 g Peanutmjöl frá Funksjonell

 • 10 g kókoshveiti

 • 1 tsk vanilludropar

 • 2-3 msk saxaðir súkkulaðibitar t.d. frá Cavalier

Directions

 • Þeytið saman sætu og smjör þar til mjúkt
 • Bætið við vanillu, eggi og þurrefnum og þeytið saman. Gott að nota K spaða í hrærivél.
 • Setjið saman litla toppa með tveimur skeiðum á smjörpappír og bakið svo í ofni
 • Baka við 160 ° með blæstri þar til gylltar á lit ca 10 mín. Kökurnar harðna þegar þær koma úr ofninum.
Mjölið fæst hér https://systurogmakar.is/products/funksjonell-peanut-mjol