Piparrótarsósa og salat

Siddý frænka er ein af uppáhaldsfrænkum mínum, hún er dásamlega hnyttin og skemmtileg frú og svo kann hún að gera besta salat og sósu í heiminum sem við köllum Laufabrauðssalatið hennar Siddýjar, en hún mætir yfirleitt með það þegar við hittumst og skerum laufabrauð. Hér er mín útgáfa af salatinu, ég sleppti ananas og maísbaunum sem eru ekki mjög lág í kolvetnum og notaði nýja hunangssýrópið frá Nick´s í dressinguna.

Innihald dressing:

 • 2 msk sýrður rjómi
 • 2 msk mæjones
 • 1 msk piparrót,fæst maukuð í kassa í krydddeildinni
 • 1 msk Nick´s Fiber honey sýróp

aðferð:

 • Hrærið einfaldlega öllu saman og smakkið til með smá salti og pipar.
 • Þessi dressing passar með mörgu öðru, eins og gröfnu kjöti, reyktum lax og villibráð.

innihald Salat:

 • 1 bakki blandað salat
 • 4 msk fetaostur í olíu
 • 1 paprika
 • 6-8 kokteiltómatar
 • 1/2 pakki af 98% skinkunni frá Stjörnugrís

aðferð:

 • Skerið grænmetið smátt og blandið vel saman.
 • Sósan er svo borin fram með salatinu og hver og einn mokar eins og hann vill en gangi ykkur vel því hún klárast.