Súkkulaðimús fyrir 2

Ég fagna nýjungum í vöruúrvali eins og ég sé á úrslitaleik kvenna í fótbolta enda hjálpar það fólki eins og mér að halda mér við efnið þegar úrvalið er gott og ég get leitað í sykurlaust nammi og vörur til að gera vel við mig án þess að falla í sykurgryfjuna. Þetta er jú lífstíllinn minn sem er kominn til að vera til frambúðar enda líður mér betur á sál og líkama þegar ég fylgi mataræðinu og vildi óska að allir gætu upplifað þessa sömu tilfinningu.

Ég var sem sagt að fá sýnishorn af nýjungum frá Nick´s sem er sænskt fyrirtæki en stofnandi breytti sjálfur um mataræði þegar hann var kortér í sykursýki 2, hann þjáðist af liðverkjum og bakverkjum en með því taka sykurinn út þá snarlagaðist hann og hann hóf framleiðslu á þessum vörum sem bæði eru með fáum aukaefnum og sætan sem þau nota er mitt uppáhald, erythritol og stevía. Fyrirtækið býður líka upp á Xylitol/ Erythritol blöndu af strásætu sem ég notaði í þessa uppskrift í sama magni og maður myndi nota venjulegan sykur og hún kom vel út. Það fæst líka 100% Erythritol blanda sem nota má 80% á móti 100% sykri. Súkkulaðimús gjörið svo vel. Vörurnar eru væntanlegar í Nettó í vikunni.

innihald:

  • 50 g rjómaostur
  • 100 g rjómi
  • 40 g Nick´s súkkulaði dökkt, brætt í örbylgju eða yfir vatnsbaði
  • 1/2 tsk vanilludropar
  • 20 g Nick´s sæta með Erythritol og Xylitoli

aðferð:

  • Þeytið rjómaostinn fyrst vel saman í hrærivél
  • Bætið rjómanum saman við og þeytið áfram í nokkrar mín
  • Bætið sætunni við, gott að fínmala í blandara áður.
  • Vanilludropar og bráðið súkkulaði fer síðast saman við, þeytið áfram.
  • Sprautið næst búðingnum í 2 skálar og skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.
Sjúllað gott sko …