Kjúklingur í piparostasósu

Ég hef oft rekist á þessa uppskrift með rauðu pestói en hana má finna á heimasíðunni hjá Gulur rauður grænn og salt en þar sem ég er meira að vinna með rjóma frekar en matreiðslurjóma þá breytti ég henni aðeins. Ég notaði Franks red hot sauce í stað tabasco og tamari soya sósu en hún er glúteinlaus og hentar betur á ketó mataræðinu. Það var ekki auðvelt að finna rautt pestó með lágu kolvetnamagni en Coop pestóið var ok og ég notaði eina litla krukku af því . Með þessu bar ég fram
Änglamark blómkálsgrjónin góðu sem eru algjör snilld þegar við nennum ekki að rífa niður blómkálið. Þau fást í Nettó.

KJúklingaréttur með piparosti:

 • 4-5 bringur,skornar eftir endilöngu
 • 2 msk smjör
 • 1 solo hvítlaukur eða 4 rif
 • 1 piparostur hringlaga
 • 1 krukka rautt pestó ég notaði frá Coop
 • 2 msk Tamari soya sósa
 • 4 msk Franks red hot sauce
 • 350 ml rjómi

Hefðbundin aðferð:

 • Skerið kjúklinginn niður
 • Steikið hvítlauk upp úr smjörinu
 • Bætið við rifnum piparosti og bræðið niður. Hellið rjóma, kryddsósum og pestó saman við og hrærið þar til sósan er farin að sjóða
 • Steikið kjúklinginn örstutt á pönnu til að loka honum og brúna, setjið í eldfast mót og hellið sósunni yfir.
 • Bakið íofni í 20 mín á 200 ° hita.

Aðferð Thermomix:

 • Saxið hvítlauk í eldunarskálina, 5 sek / hraði 3
 • Bætið smjörinu í eldunarskálina og steikið 3 mín / 120 °
 • Setjið piparostinn í eldunarskálina og rífið 15 sek / hraði 6
 • Bætið rjóma, pestó og kryddsósum saman við og sjóðið 5 mín / 100°
 • Maukið í lokin 10 sek/ hraði 8
 • Sósunni er svo hellt yfir kjúklinginn þegar búið er að brúna hann á pönnu og færa yfir í eldfast mót.
 • Hitið í ofni í 20 mín á 200° hita.

Berið fram með blómkálsgrjónum steiktum upp úr olíu, engifermauki og hrísgrjónaediki. Hvítlauksostavaffla er líka góð með þessum rétti. 60 g rifinn ostur, 1 egg , 1 tsk hvítlauksmauk og steinselja, eldið í vöfflujárni.