Chia grautur á mismunandi vegu

Fyrir marga er morgunmatur ómissandi og chia grautur gæti verið lausnin fyrir þá sem vilja byrja morguninn á köldum og ferskum graut. Það er líka hægt að fá sér chia graut í hádeginu eða sem desert á kvöldin og það eru í raun til endalausar útfærslur af honum. Það má nota hann með bláberjum, hindberjum, jarðarberjum, svona ef maður vill halda sig við lágkolvetna fæðuflokkana. Það má nota múslí með grautnum, bæta við möndlusmjöri, grískri jógúrt, rjóma, kakó og sírópi ef það hentar ykkur. Hér er uppskrift af grunngraut en ég notaði svo mismunandi bragðtegundir til að bragðbæta og koma með hugmyndir fyrir ykkur. Svo er bara að nota ímyndunaraflið.


Chia fræin eru rík af andoxunarefnum því í þeim er að finna kalk, bór, magnesíum, járn og sink, auk fjölda snefilefna sem hjálpa til við frásog annarra næringarefna. Chia fræin eru líka saðsöm og orkan úr þeim fer hægt út í líkamann, sem gerir það að verkum að ekki verða miklar sveiflur á blóðsykri og því er meira jafnvægi á líkamsorkunni. Ekki skaðar svo að þau eru glútenlaus og henta því öllum þeim sem eru með glútenóþol.
Höf: Guðrún Bergmann

Ingredients

 • 2 dl chiafræ

 • 1 dós kókosmjólk ég notaði Änglamark

 • 1 dós vatn, notið kókosmjólkurdósina

 • 2 dl möndlumjólk ósæt ISOLA

 • 2 tsk vanilludropar

 • ¼ tsk sjávarsalt

Directions

 • Blandið grautnum saman í skál með öllum innihaldsefnum og hrærið.
 • Hægt er að geyma grunninn í ískáp og blanda svo úr honum mismunandi týpur af graut eftir hentugleika.

Ingredients

 • 1/5 af grunngraut

 • 1/2 tsk kakóduft

 • 5 dropar Súkkulaði Nick´s stevía

 • Toppað með nokkrum bláberjum

 • ef þið viljið meiri sætu þá má sprauta Nick´s sírópi yfir eftir smekk

Ingredients

 • 1/5 blanda af grunngraut

 • 1 msk Low carb sportdrykkur cherry eða bragð af eigin vali

 • toppað með nokkrum hindberjum ferskum eða þurrkuðum

 • val að hella smá rjóma yfir eða möndlumjólk

Ingredients

 • 1/5 af grunngraut

 • 5 dropar vanillu eða karamellu Nick´s stevía

 • 2 msk múslí heimagert, uppskrift hér að neðan

 • 1 msk sýrður rjómi

 • ef þið viljið meiri sætu þá má sprauta Nick´s sírópi yfir eftir smekk

Ingredients

 • 1 msk hampfræ

 • 1 msk möndluflögur

 • 1 msk muldar pekanhnetur

 • 1 msk fínmöluð sæta

 • 2 msk Nick´s Fiber síróp sæta

 • 2-3 bitar sykurlaust Nick´s súkkulaði niðurbrytjað, val

Directions

 • Setjið flögur og fræ á pönnu og látið hitna örlítið, gott að rista aðeins svo það fari að finnast góður ilmur en ekki brenna.
 • Bætið sírópinu og sætu saman við og hrærið stöðugt í blöndunni.
 • Kælið pönnuna og hrærið í múslíinu á meðan það kólnar.
 • Setjið í box og dreifið yfir grautinn þegar hans er neytt.

Snilldarbox frá Sistema gætu verið lausnin fyrir morgungrautinn þinn. Ég fékk mér algjöra snilld í Nettó fyrir nokkru en það er box með millihæð svo ég get farið með múslíið mitt aðskilið frá grautnum, gæti líka geymt þarna dressingu, hnetur, krydd ef ég væri með salat, soðið egg eða súpu í boxinu og mæli klárlega með þessu því það vill enginn mjúkt og rakt múslí á grautinn sinn er það.