Pylsubrauð í öbba

Það er nú ekki flókið að lifa án brauðs í raun og veru en stundum langar manni pínu í eitthvað utan um pulsuna svo hægt sé að dreifa smá lauk og dijon sinnepi undir pulluna, tómat á toppinn og borða eins og hinir en ekki með hníf og gaffli. Þessi öbbabolluuppskrift er tilvalin og það eina sem þarf er í rauni lok af nestisboxi, kassalaga, ferningslaga eða hringlaga, bara það sem hentar. Deiginu er pískað saman og því hellt í formið og hitað í örbylgjuofni í 2 mín. Ég mæli með þessu í næsta pullupartý.

innihald:

  • 1tsk kókoshveiti
  • 2 tsk rjómi
  • 1 egg, má líka nota 40 g eggjahvítu
  • 1/2 tsk Husk
  • 1/3 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 stevíudropar, gera þetta sæta extra bragð
  • nokkur saltkorn

aðferð:

  • Pískið saman og hellið deiginu svo í lok á nestisboxi eða einhverskonar ílát sem hentar fyrir pylsubrauðagerð.
  • Hitið í örbylgjunni í 2 mín ca.
  • Setjið meðlæti að ykkar vali á brauðið og njótið með vel grillaðri pullu. Mæli með Stjörnugrís allan daginn, skinku og osta pylsunni t.d.