Pavlova með berjum

Marengs já marengs og pavlovur. Þetta er hinn eilífi höfuðverkur sykurlausa lífstílsins því sykur og sætuefni haga sér ekki eins. Það er þó hægt að gera ansi góðan marengs með því að nota hæfilegt magn af sætu og hjálpar einnig að nota ýmis leynitrikk í lkl bakstrinum eins og Xanthan gum og fleira. Hér er einföld uppskrift af pavlovum sem má að sjálfsögðu breyta í marengsbotna. Passið bara að hafa eggjahvítur við stofuhita og nota edik, það er svo ótrúlega sniðugt stöff. Hér skreyti ég pavlovurnar með berjum, ég kaupi frosin ber í stórum pakkningum og á í frysti þegar mig langar í eitthvað svona sætt og ferskt. Karamellusósan er svo dásamleg yfir allt.

innihald:

 • 6 eggjahvítur eða um 240 g

 • 1 tsk vínsteinslyftiduft, sama og Cream of tartar

 • 2 tsk vanilludropar

 • 1 tsk hreint borðedik, smá auka til að þrífa skál

 • 80 g fínmöluð sæta t.d. Sukrin Melis eða mala Sweet like sugar

 • 1/4 tsk Xanthan gum

 • 2 tsk Inulin trefjar, má sleppa en kom ágætlega út

aðferð:

 • Hitið ofninn í 150°gráður með blæstri.
 • Þrífið hrærivélaskál vel með ediki og þurrkið. Setjið eggjahvítur við stofuhita í skálina og þeytið ásamt vínsteinslyftiduftinu ( cream of tartar er það sama) Hvítur þurfa að verða orðnar stífar þegar sætan fer saman við.
 • Bætið nú við sætunni í litlum skömmtum og látið hræra á milli. Bætið þá við vanillu, edik og xanthan gum. Þeytið öllu vel saman í nokkrar mínútur þar til marengsblandan er stíf og fín.
 • Deilið nú marengs í 8 litlar pavlovur eða 2 botna. Notið góðan smjörpappír undir. Lækkið hitann í ofninum í 100°og bakið marengs í 2-3 tíma. Látið marengs kólna í ofninum og takið út.
 • Marengs geymist ágætlega í loftþéttum umbúðum en best er að nota strax.

Karmellusósa:

 • 2 1/2 dl rjómi

 • 50 g smjör

 • 1 tsk vanilludropar

 • 3 msk Sukrin gold síróp

 • nokkur saltkorn

 • 1/2 tsk sítrónudropar

 • 40 g Sukrin Gold sæta

aðferð:

 • Hitið smjör, síróp og sætu saman í potti þar til fer að bubbla.
 • Bætið vanillu saman við og rjómanum ásamt sítrónusafa og látið krauma í 20 mín á meðalhita.
 • saltið aðeins og látið kólna örlítið áður en sósunni er hellt yfir pavlovurnar.
 • Ég mæli með að hita frosin ber í potti með 1 msk af fínmalaðri sætu, láta krauma aðeins og hella ofan í miðju á hverri pavlovu, bæta við þeyttum rjóma og hella svo karamellusósunni yfir. Einfalt og gott.