Rauðlaukssulta

Ég ELSKA sultaðan rauðlauk og finnst hann geggjaður t.d. á hamborgara, með kalkúnasteikinni, nautasteikinni og svo er hann æði á pizzur með geitaosti, eða hreinlega bara allt sem tengist geitaosti. Ég gerði einfalda útgáfu sem má finna á Thermomix heimasíðunni en þar er notaður púðursykur sem ég einfaldlega skipti út fyrir Sukrin gold. Það má auðveldlega gera þetta í pönnu eða þykkbotna potti en Thermomix græjan er alltaf þægileg líka.

Innihald:

  • 300 g rauðlaukur

  • 30 g smjör

  • 30 g Sukrin Gold

  • 20 g balsamik edik eða eplaedik

aðferð:

  • Í Thermomix, setjið niðurskorinn rauðlauk í skálina eða saxið í skálinni í 10 sek á hraða 6. Bætið öðru innihaldi í skálina og stillið síðan á 20-30 mín/120°C/ sleifarhraði
  • Ef þið gerið í pönnu eða potti þá er smjörið brætt, laukurinn steiktur á meðalhita þar til mjúkur, síðan er sætu og ediki blandað við og látið malla í um 20 mín.
  • Borið fram heitt eða sett í krukku og notað þegar hentar.
  • Það er ótrúlega gott að smyrja geitaosti á forbakaðar eggaldinsneiðar og dreifa svo rauðlaukssultu yfir og baka stutta stund í ofni. Namm