Brownie með rjómaosti

Þessi er bomba, hún er einföld í framkvæmd og ekki stútfull af súkkulaði eins og svo margar brownies. Hún er þó þétt í sér og svona “klístruð” eins og maður vill hafa brownies en það skemmir ekki að hafa súkkulaðisósu með og nóg af þeyttum rjóma. Mæli með að skutla í eina svona á blautum sunnudegi.

innihald:

 • 120 g sæta, ég nota Sweet like sugar

 • 100 g smjör, mjúkt eða brætt

 • 1 egg

 • 120 g rjómaostur

 • 140 ml ósæt möndlumjólk

 • 120 g möndlumjöl hefðbundið eða 50 g fituskert möndlumjöl

 • 15 g kókoshveiti

 • 45 g kakó, ég nota Nóa Siríus

 • 1 tsk skyndikaffiduft

 • 2 msk Husk

 • 1 tsk lyftiduft

 • 1/4 tsk salt

 • 1 tsk vanilludropar

 • 2 Nicks soft toffee til að stinga ofan í kökuna, má sleppa

aðferð:

 • Hrærið saman smjöri og sætu ásamt egginu. Bætið síðan við rjómaosti og vanillu og þeytið rólega saman.
 • Setjið næst þurrefnin saman við og að lokum möndlumjólkina og blandið varlega. Deigið er frekar stíft en þið smyrjið því í form að eigin vali, gott að hafa smjörpappír í botninn
 • Bakið kökuna í 170°heitum ofni með blæstri í 20-30 mín, passið að baka ekki of lengi, kakan stífnar þegar hún kemur úr ofninum. Þegar 15 mín eru liðnar, má stinga Nicks súkkulaði hér og þar í deigið og baka áfram.
 • Ég hellti síðan súkkulaðisósu yfir í lokin en það þarf ekki, uppskrift er hér fyrir neðan:

Súkkulaðisósa:

 • 1 dl rjómi

 • 85 g sykurlaust súkkulaði

 • 20 g smjör

 • 2 msk sykurlaust síróp

aðferð:

 • Bræðið smjörið, blandið rjóma og sírópi við og hitið að suðu.
 • Hellið yfir súkkulaðið og hrærið þar til slétt og fellt.
Líka girnileg frá þessu sjónarhorni ….