Súkkulaðibitasmákökur með brúnuðu smjöri … 1.4 g kolv

Ég rakst á þessa aðferð fyrir nokkru en hún var að nota brúnað smjör í köku uppskriftir og gefur það ótrúlega góðan keim sem maður fær ekki annars. Brúnað smjör er bara eitthvað annað og hentar í svo margt, þeytt smjör og líka sem “sósu” yfir blómkál, kjöt og fisk. Það er mjög einfalt að gera þessa uppskrift og kökurnar eru ótrúlega léttar í kolvetnum eða tæplega 1.3 g – 1.4 g kolvetni í hverri köku, það fer eftir hversu kolvetnalétt súkkulaði þið notið. Ég mæli með að gera svona einfaldar kökur fyrir ferðalagið sem er gott að grípa í á leiðinni um landið. Svo eru þær fullkomnar fyrir jólin.

innihald 15 stk:

 • 115 g ósaltað smjör

 • 90 g sæta, Sweet like sugar eða Sukrin Gold

 • 1 tsk vanilludropar

 • 110 g möndlumjöl hefðbundið

 • 20 g kókoshveiti

 • 1/2 tsk matarsódi

 • 1/4 tsk múskat gefur svo gott bragð

 • 1/2 tsk gróft salt

 • 1 eggjarauða stór

 • 1 egg stórt

 • 85 g sykurlaust súkkulaði , Sukrin, Lilys milk, Nicks milk eða Cavalier

aðferð:

 • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
 • Hitið smjörið í potti á meðalháum hita þar til það fer að bubbla og brúnar rákir myndast í botninn, hrærið varlega og passið að smjörið brenni ekki. Takið til hliðar og látið kólna aðeins.
 • Setjið sætu í skál og hellið smjörinu saman við ásamt vanillunni. Þeytið þar til allt hefur blandast vel, gott að miða við 5 mín ca.
 • Vigtið þurrefnin, það er mikilvægt að vera nokkuð nákvæmur þegar kemur að ketó og lkl bakstrinum.
 • Bætið öllum þurrefnum í smjörið og skafið úr hliðum. Þeytið þar til mylsna hefur myndast í skálinni. Þá er eggi og rauðu bætt við og hrært áfram.
 • Bætið niðurbrytjuðu súkkulaði við deigið og veltið þessu saman með sleif.
 • Mótið nú 15 stk af kökum og dreifið á smjörpappírsklædda plötu.
 • Bakið kökurnar með góðu millibili í sirka 5-8 mínútur. Fylgist með að þær brenni ekki en þessar stífna þegar þær eru teknar úr ofninum og verða stökkar og góðar.