Belgískar vöfflur

Hún Kolbrún Freyja er mikil vinkona mín en hún var valin sú heppna í hamingjuleik okkar systra hjá Systur&Makar en hún fékk heilan dag í verðlaun sem samanstóð af allsherjar yfirhalningu, hár föt og förðun sem og auðvitað kærkomna frístund frá daglegu amstri og fékk að “hanga” með okkur systrum haha. Hún er afar lunkin lágkolvetnakona enda á fullu í að vinna í sínum heilsusamlega lífsstíl. Hún gerði þessar vöfflur sem ég fékk að birta á blogginu hjá Systur & Makar fyrir nokkru og nú langar mig að birta þessa uppskrift hér líka. Takk elsku Kolbrún.

Innihald:

 • 3 egg
 • 100 g möndlumjöl
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 2 msk brætt smjör eða olía t.d. Mct
 • tæplega 1 dl rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • saltklípa
 • 1 msk sæta, má sleppa

aðferð:

 • Blandið öllu vel saman. Það er sniðugt að nota nutribullet, þynnið deigið hæfilega með rjóma eða þar til þið eruð ánægð með áferðina, ég notaði um 1 dl. Stundum þarf meira ef eggin eru lítil.
 • Steikið vöfflurnar í vöfflujárni, mjög flott að nota belgískt vöfflujárn og berið fram annaðhvort með góðu áleggi og soðnu eggi eða útbúið ekta brunchvöfflu með súkkulaðismyrju frá Good good, jarðaberjum, þeyttum rjóma eða 36% sýrðum rjóma og sykurlausu sýrópi.
“Poached” egg, skinka, salt og pipar og hægt að toppa með smá parmesan osti
Geggjað í brunch
Geggjað að hafa þessa með sýrðum rjóma 36%

Uppskrift frá Kristu af vöfflum:

 • 60 g rjómaostur
 • 2 egg
 • 2-3 msk möndlumjöl
 • 1 msk olía t.d. Mct
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk fínmöluð sæta Good good t.d.
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/3 tsk Xanthan gum, má sleppa en gerir mikið gagn

Aðferð:

 • Mixið allt saman í nutribullet eða blandara, má líka nota töfrasprota eða þeytara.
 • Leyfið deiginu að “taka” sig í nokkrar mín og bakið svo í vöfflujárni þar til vafflan er gyllt á lit.