Bounty draumur

Það er svo gott að borða Bounty, finnst ykkur það ekki ? Ég allavega elska Bounty og borðaði mikið af þeim í “den”. Hér er hin fínasta útgáfa af kókosbitum með dökku súkkulaði og það sem mér finnst gera gæfumuninn er að setja nokkra dropa af piparmyntuessence út í kókosblönduna.

Innihald:

 • 100 g kókosflögur eða gróft kókosmjöl
 • 40 g ósaltað smjör
 • 65 g kókosolía
 • 1/2 tsk vanilludropar eða 1/2 tsk piparmyntuessence
 • 1 kúfuð msk af fínmalaðri sætu, Good good
 • 100 g sykurlaust súkkulaði til að hjúpa með

aðferð:

 • Bræðið fituna í potti á lágum hita ásamt sætunni.
 • Bætið bragðefnum saman við og hrærið vel saman, næst fer kókosmjölið út í, bæði hægt að nota grófar flögur eða gróft kókosmjöl.
 • Hellið blöndunni í lítið form, 20×20 cm sirka. Kælið eða frystið.
 • Hitið yfir vatnsbaðið súkkulaði en það er líka hægt að hita í örbylgjuofni.
 • Þynnið með örlítilli kókosolíu eða mct ef þarf og hellið yfir kælda kókosstykkið.
 • Frystið eða kælið aftur og skerið svo niður í hæfilega bita og njótið.
Hér er kókosnammið með grófum kókosflögum