Tiramisúbollakökur

Tiramisu er minn uppáhaldseftirréttur og hér er ótrúlega skemmtileg útfærsla af tiramisúbollakökum sem er ferlega gaman að bera fram. Þessi uppskrift er prýðileg fyrir ca 9 bollakökuform svo þær verði þykkar og djúsí. Sýrði rjóminn 36% sem ég nota hér er aðeins, 2.2 g af kolv í 100 g svo hann er besti kosturinn að mínu mati í þessa uppskrift. Dásamlega bragðgóður og auðveldlega hægt að borða eintóman með skeið.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við MS gott í matinn.

innihald bollakökur:

 • 3 egg
 • 75 g sæta
 • 3/4 dl rjómi
 • 3/4 dl sýrður rjómi 36% frá MS Gott í matinn
 • 30 g mjúkt smjör
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk vanilludropar
 • 45 g kókoshveiti, mæli með Funksjonell
 • 1/2 tsk gróft salt
 • 30 ml kaffiblanda, sjá neðar

Kaffiblanda:

 • 50 ml sjóðandi vatn
 • 2 tsk skyndikaffi
 • 1 tsk rommdropar

Fylling:

 • 100 g mascarpone ostur
 • 20 ml kaffiblanda
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 40 g sykurlaust sýróp

Krem:

 • 100 g rjómaostur
 • 80 g fínmöluð sæta, Good good
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 ml rjómi

Aðferð bollakökur:

 • Þeytið egg og sætu þar til blandan er létt og ljós. Bætið rjóma og sýrðum rjóma saman við ásamt smjörinu og að lokum fara þurrefnin út í deigið. Skiptið 2/3 af deiginu í smurð bollakökuform.
 • Blandið restinni af deiginu saman við 20 ml af kaffiblöndunni, hrærið saman og hellið ofan á bollakökurnar. Bakið í 20 mín á 170°með blæstri. Kælið vel.

Aðferð fylling:

 • Þeytið saman innihaldinu þar allt hefur blandast vel saman, þynnið með kaffiblöndunni þar til hægt er að sprauta fyllingunni með sprautupoka.
 • Þegar kökurnar hafa kólnað er gott að stinga miðjuna út með breiðari endanum á sprautustút og moka upp með teskeið.
 • Sprautið fyllingunni í og kælið.

aðferð krem:

 • Þeytið saman rjómaost, fínmalaða sætu og vanillu. Hellið rjómanum varlega saman við og hrærið hægt.
 • Þegar rjóminn er allur kominn út í þá er vélin sett á fullan kraft þar til toppar myndast í kreminu.
 • Setjið kremið í sprautupoka með fallegum skrautstút og skreytið hverja köku. Fallegt er að sigta dökku kakói yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.