Skúffukaka með mæjó

Skúffukaka já takk, þessi gamla góða með þykku smjörkremi og kaffibragði alveg eins og mamma gerði. Þessi er alveg ótrúlega bragðgóð og mjúk en hún inniheldur mæjónes sem gerir hana extra fluffy og góða. Hún helst líka mjúk og góð í marga daga. Skora á þig að prófa að bjóða ungviðinu upp á þessa þau munu ekki finna neinn mun.

Ingredients

 • 1 msk skyndikaffiduft, má merja það aðeins

 • 100 g kókoshveiti, Funksjonell helst

 • 70 g kakó, gott frá Nóa

 • 1 tsk vínsteinslyftiduft

 • 1 tsk matarsódi

 • 80 g Sukrin Gold

 • 80 g strásæta frá Good good

 • 160 g Hellmans mæjones ekki nota fituskert

 • 250 ml vatn

 • 6 egg

 • 1 tsk vanilludropar

 • 1/4 tsk salt

Directions

 • Blanda sætu og eggjum saman, síðan mæjó og að lokum restinni af uppskrift.
 • Kakóið fer síðast út í og síðan er öllu blandað vel saman. Bakað í 170°hita í um það bil 30 mín. Munið að smyrja kökuformið sem er 20 x 20 cm sirka, vel að innan með smjöri.
 • Leyfið kökunni að kólna alveg áður en kreminu er smurt á.

Ingredients

 • 250 g smjör við stofuhita

 • 2 msk rjómi, ef það þarf að þynna

 • 1 msk skyndikaffiduft, má sleppa

 • 50 g sæta fínmöluð, má nota Sukrin Gold

 • 50 g sukrin sirop

 • 2 msk kakó

 • 1 tsk vanilludropar

Directions

 • Þeytið vel smjörið og rjómann saman, passið að smjör sé alveg orðið mjúkt áður en þið byrjið og gott að nota K spaða í hrærivél frekar en vírþeytarann.
 • Smyrjið að lokum kreminu á skúffukökuna og stráið kókosmjöli yfir ef þið viljið.