Kremað spínat og grasker

Það er stundum erfitt að finna staðgengil fyrir blessuðu kartöflurnar en þær eru þetta hefðbundna meðlæti sem því miður eru stútfullar af kolvetnum og sætar kartöflur meira að segja enn hærri í kolvetnum. Kremað spínat er ferlega hollt og gott líka sem er kostur og kemur í staðinn fyrir sósu þegar það er borið fram með steik og því ákvað ég að prufa. Ég hitaði grasker með steikinni minni og bragðaðist hvorutveggja alveg guðdómlega.

innihald spínat:

 • 1 poki spínat eða 300 g
 • 3 msk smjör
 • 2 tsk maukaður hvítlaukur
 • 120 ml rjómi
 • 90 g rjómaostur
 • salt
 • pipar
 • ítalskt pizzakrydd frá Kryddhúsinu
 • Parmesan eftir smekk

aðferð:

 • Hitið smjörið á stórri pönnu ásamt hvítlauk og steikið í nokkrar mín.
 • Setjið spínatið allt á pönnuna og hitið, það minnkar í ummáli mjög fljótlega og gott að setja lok yfir á meðan. Hrærið öðru hverju í spínatinu þar til það er steikt.
 • Bætið út í rjómaosti og rjóma ásamt kryddum og hrærið í nokkar mín eða þar til sósan er farin að þykkna örlítið.
 • Raspið parmesanost yfir í lokin ef þið viljið.

Innihald grasker:

 • 1 butternut squash grasker
 • rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu
 • olifa BIO olía

aðferð:

 • Skerið graskerið niður í strimla með beittum hníf
 • kryddið og hellið olíu yfir eftir smekk
 • hitið í ofni 180-200° með blæstri í 15 mín ca eða þar til graskerið fer að brúnast.