Formkaka með sítrónukeim

Margir nota rjómaost í sítrónukökur og það kemur skemmtilega út, ég notaði hinsvegar 36% rjóma í þessa uppskrift og þær komu á óvart. Ég ákvað að baka kökur í litlum silikonmótum svo þær væru handhægar með kaffibollanum og komu þær vel út og losnuðu vel frá mótinu. Ég notaði Thermomix blandarann minn til að gera þessar og þetta var eins fljótlegt og hugsast gat.

Þessi færsla er gerð í samstarfi við MS gott í matinn.

iinnihald kökur:

 • 180 g sýrður rjómi 36%
 • 100 g smjör
 • 2 stór egg
 • 120 g möndlumjöl
 • 170 g sæta td Good good
 • 45 g kókoshveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk Xanthan Gum
 • 1 tsk vanilludropar
 • saltklípa
 • 3 msk sítrónusafi
 • 1 msk sítrónubörkur rifinn
 • 1/2 dl kurlaðar macadamiuhnetur til að setja í lokin, má sleppa

aðferð:

 • Hægt er að setja allt innihaldið í uppskriftinni í kröftugann blandara eins og Thermomix t.d. en ef þið eigið slíkan þá blandaði ég öllu vel saman í 30 sek á hraða 5. Það má líka nota hrærivél í verkið og þeyta vel saman öllu innihaldi.
 • Dreifið deiginu í form, gott er að spreyja formin að innan með bökunarspreyi til að vera viss um að ekkert festist.
 • Ef þið viljið nota macadamiuhneturnar ofan á þá má dreifa þeim á hverja köku á þessu stigi.
 • Bakið í 170° heitum ofni með blæstri í um það bil 25 mínútur.
 • Leyfið kökunum að kólna aðeins áður en þær eru teknar úr forminu.
 • Hrærið saman í glassúrinn og dreifið jafnt á kökurnar.

Innihald glassúr:

 • 60 g fínmöluð sæta
 • 3 – 4 msk sítrónusafi