Matur

This category can only be viewed by members. To view this category, sign up by purchasing Vinaklúbbur Kristu - Ársáskrift or Vinaklúbbur Kristu - 2 ára plan !!.

Ostasalat einfalt og gott

Ostasalat er með því betra og þar sem ég mætti með nokkra rétti með mér í Eurovision partýið fyrir nokkru þá ákvað ég að skella í ostasalat í leiðinni. Það er nú ekki mjög flókið að græja slíkt en í þessu tilfelli ákvað ég að sæta það með Nicks hunangs sírópi og notaði vorlauk til […]

Brauðréttur með chorizo og ostasósu

Það er ekkert eins gott að heitir brauðréttir og nýverið rakst ég á uppskrift frá Gotteri og gersemar sem virkaði mjög svo spennandi. Ég ákvað að prófa að snara henni yfir á ketó/lkl vegu og mikið sem þetta var GEGGJAÐ. Ég notaði nýtt Lava cheese sem “topping” og það kom ótrúlega vel út en Berglind […]

Pastasalat með kjúkling, pestó og grænmeti

Hver kannast ekki við að skjótast í ferðalag með stuttum fyrirvara eða bústað en þá er tilvalið að henda í þetta einfalda pastasalat sem er mjög mettandi og þægilegt að grípa í og hentar öllum. Það má nota sósu með því eða bara borða beint upp úr skálinni en pastað er mjög lágt í kolvetnum […]

Pönnukökur úr havrafiber

Fyrir þá sem ekki þola hnetumjöl, möndlumjöl né kókoshnetumjölið þá er hér góð uppskrift af pönnukökum sem komu þægilega á óvart. Ég var að baka pönnukökur fyrir barnabarnið úr hveiti og fannst þær svo girnilegar að ég henti í samsuðu af hráefnum sem mér datt í hug að virkuðu svipað og hveiti og útkoman var […]

Andasalat með graskeri

Andasalat er til í allskonar útfærslum og oftast borið fram með granateplafræjum. Þau eru hinsvegar ansi kolvetnarík eins og sætar kartöflur sem oft fara í svona salat svo ég ákvað að gera ketóvænni útgáfu sem allir geta notið. Salatið er borið fram “volgt” s.s. öndin hituð upp sem og graskersbitar og pekanhnetur sem ég steikti […]

Kjötbollurnar sem Nói elskar…

Mér finnst eitthvað svo viðeigandi að setja inn uppáhaldið hans Nóa míns þar sem hann er 18 ára í dag. Sagan bak við bollurnar er sú að þegar hann stundaði nám á leikskólanum Norðurbergi þá var Anna kokkurinn þeirra svo mikill snillingur í að útbúa mat án glúteins og aukaefna að önnur eins matarást á […]

Papriku og tómatsúpa

Þessi súpa er eitthvað annað og höfundur er Ragnheiður hjá Matarlyst sem er dásamlega girnilegt matarblogg hjá þeim systrum Ragnheiði og Elísabetu en Ragnheiður hefur að mestu séð um instagrammið og uppskriftirnar upp á síðkastið. Hún er hestakona, sjósundskona, amma og mamma og er sko alveg með þetta, hún “sansar” allt og bakar í flugfreyjuskóm […]

Hvítlauksbrauð og salat

Ég bauð vinkonu minni í lunch um daginn og það var ægilega vel heppnað allt, bæði brauðið sem ég bar fram með salatinu og ricotta osturinn sem ég gerði frá grunni enda búin að læra að meta slíka dásemd hjá osta Eirný og Kötlu sys. Nú er hægt að gera allskonar salat úr ricottaostinum en […]

Crépes með grjónafyllingu

Mér finnst svo gott að fá mér crépur öðru hverju og bara lyktin.. nammmm. Það er vel hægt að gera þær ketóvænar og meira að segja mjög auðvelt að græja sér, bæði sætar og undir eitthvað matarmeira eins og grjónafyllingu, skinku, beikon, sveppi og þessháttar. Ég set hér uppskrift af crépes sem duga í 2 […]

Blaðlaukssúpa – rjómalöguð

Hversu einfalt er að skella í súpu úr einum blaðlauk ? Geggjað að nota hvítlauksost og þessi súpa er ein sú flótlegasta. Ég gerði mína í Thermomix en það er auðvitað hægt að blanda hana í potti og rífa niður ost og blaðlauk. Ég mæli með fetabrauðbollunum með henni, passlega saltað brauð og með góðri […]