Mmmm… ég skal viðurkenna að ég er dálítil bökukelling, elska svona grófa botna með smá tuggu í. Það vildi svo til að ég átti til afgang af steik og nokkra sveppi svo þetta varð útkoman að kvöldmatnum í gær “Bóndabaka” var hún skírð, bara alvöru kjöt og kraftaspínat, svona nettur ruddi sem bragð er af haha. […]
Matur
Kjötfarsbollur soðnar eða steiktar
Kjötfars var í uppáhaldi hjá mér hér áður og rónasteik eða franskar nátthúfur í sérlegu uppáhaldi en þá smurðum við kjötfarsi á brauð og steiktum á báðum hliðum. Þetta var svo borðað með tómatsósu. Ekki beint það hollasta en ef maður gerir kjötfarsið frá grunni og sleppir hveiti og glúteini þá er alveg hægt að […]
Kjúklingur í Kim`s raspi
KFC einhver ? Það er ótrúlegt hvað er hægt að snúa nánast öllu sér í vil. Ég elska KFC ægilega mikið og á pínu erfitt með að geta ekki nælt mér í bita með fullkomnlega góðri samvisku. Ég viðurkenni að ég hef “leyft” mér stöku bita en alveg fengið bullandi móral því ég hef ekki […]
Karrý pylsur
Sko það sem stendur upp úr Berlínarferðum mínum, sem eru tvær talsins eða já kannski þrjár, eru currywurst pylsurnar sem þjóðverjarnir eru þekktir fyrir og það var auðvitað algjört möst að prófa þær. Ég sleppti fröllunum en leyfði mér sósuna sem var eflaust með sykri en þegar heim var komið var það fyrsta sem ég […]
Kúrbítssúpa
Ef ykkur langar í fljótlega og góða súpu sem hentar mjög vel á lágkolvetnamataræðinu þá mæli ég með þessari. Já það er kúrbítur í henni og ég held svei mér þá að ég sé að verða ofurástfangin af þessu grænmeti. Súpan er trufluð með góðri slettu af ólífuolíu en ég nota BIO frá OLIFA í […]
Kjúklingasalat með mæjó
Þetta klikkaðslega einfalda salat er ótrúlega bragðgott og mettandi. Það er bæði hægt að borða það eintómt en svo er það mjög gott á beyglur, hrökkex eða annað lágkolvetnabrauðmeti. Það mætti líka borða það úr kálblaði því það þarf ekkert annað. Það er sérlega gott að nota cumin í þessa uppskrift svo ekki sleppa því. […]
Kjúklingur í pestó
Þessi réttur er ekkert frekar ketó eða lágkolvetna en hentar aftur á móti fullkomnlega fyrir þá sem aðhyllast slíkt mataræði. Það er hreinlega eins og þessi þekkta samsetning hafi verið gerð fyrir okkur í lágkolvetnageiranum. Við hendum oft í þennan kjúklingarétt þegar við höfum lítinn tíma og það geta allir skipst á að elda þennan. […]
Kjúklingur í raspi
Kjúklingur í raspi, já það hljómar of gott til að vera satt ! Það er samt alveg hægt að gera geggjað rasp úr ýmsu eins og parmesan, möndlumjöli, svínapurusnakki og svo auðvitað frábæra brauðmixinu frá Funksjonell. Ég einfaldlega mala brauðmixið fínna, krydda með góðu kjúklingakryddi, velti kjúklingabringum upp úr pískuðu eggi og svo raspinu góða. […]
Eggaldin lasagna
Lasagna er dásamlega góður “comfort” matur, ég veit ekki hvaða orð lýsir því best á íslensku en þið skiljið, það er kalt úti, kósý kvöld, lopasokkar, kertaljós, hvítlaukslykt í loftinu og rjúkandi heitt lasagna. Það gerist ekki betra. Þessi útfærsla af lasagna með eggaldin líkist meira moussaka sem er grískur réttur, en þar sem ég […]
Kúrbítspizza
Ég veit ekki hversu margar týpur af pizzum ég hef gert í gegnum tíðina, blómkáls, osta, hakkpizzur og fleira fróðlegt. Kúrbítspizza er hins vegar í uppáhaldi þessa dagana og ég fæ ekki nóg. Það er ótrúlega fljótlegt að henda í eina slíka og dugar ein 12″ pizza vel fyrir mig og eiginmanninn. Það verður yfirleitt […]