Karrý pylsur

Sko það sem stendur upp úr Berlínarferðum mínum, sem eru tvær talsins eða já kannski þrjár, eru currywurst pylsurnar sem þjóðverjarnir eru þekktir fyrir og það var auðvitað algjört möst að prófa þær. Ég sleppti fröllunum en leyfði mér sósuna sem var eflaust með sykri en þegar heim var komið var það fyrsta sem ég gerði að blanda sósu með svipuðu bragði. Ég náði nokkuð fínni sósu með því að nota mæjó og sykurlausa tómatsósu með góðum kryddum og ef þið hafið sama smekk og ég þá er þetta algjör snilld og mjög fljótleg máltíð. Mögulega gæti þetta verið pínu “hangovermáltíð” fyrir þá sem það þurfa öðru hverju.

innihald:

  • Karrý pylsur frá Stjörnugrís
  • 2 msk majónes
  • 2 msk Felix stevíu tómatsósa
  • 1/2 tsk maukað chilli
  • 1 tsk karrý
  • salt og pipar

aðferð:

  • Blandið öllu saman í sósuna og hrærið. Kryddið eftir smekk með salt og pipar.
  • Steikið pulsurnar í heilu eða bitum. Ef þið viljið ofnbaka þá er hægt að skera raufar í hverja pylsu og strá dálitlum rifnum osti yfir. Setjið pylsurnar í eldfast mót og grillið í 10 mín ca eða þar til ostur bráðnar og pylsur fara að snarka.
  • Skellið pylsum á disk, dreifið mæjósósunni yfir og njótið í botn.
  • Hægt er að bera þessar fram með blómkálsmús en þær eru líka góðar bara einar og sér með nógu mikið af sósunni.
Hér er mín útgáfa af Curry Wurst með karrý mæjó !!
Hér fyrir neðan er orginallinn, merkilega einfaldur skyndibiti.