Kjötfarsbollur soðnar eða steiktar

Kjötfars var í uppáhaldi hjá mér hér áður og rónasteik eða franskar nátthúfur í sérlegu uppáhaldi en þá smurðum við kjötfarsi á brauð og steiktum á báðum hliðum. Þetta var svo borðað með tómatsósu. Ekki beint það hollasta en ef maður gerir kjötfarsið frá grunni og sleppir hveiti og glúteini þá er alveg hægt að gera góða og holla útgáfu af því. Ég notaði próteinbrauðmix frá Funksjonell í stað hveitis og það kom flott út. Bæði hægt að steikja þessar bollur og sjóða með hvítkáli.

Innihald í kjötfarsi:

 • 1/2 laukur gulur
 • 500-600 g hakk t.d. bland af nauta og svínahakki
 • 50 g próteinbrauðblanda frá Funksjonell
 • 1/3 tsk cayenne pipar
 • 1 tsk timian
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 egg
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk pipar
 • 100-120 ml ískalt vatn

hefðbundin aðferð:

 • Skerið lauk niður smátt, best að nota matvinnsluvél.
 • Bætið eggi og öðrum hráefnum út í matvinnsluvélina og maukið vel, bætið hakkinu við og þynnið deigið með vatni þar til falleg áferð hefur myndast á kjötfarsið.
 • Nú má steikja bollurnar á pönnu eða sjóða bollur með hvítkáli.

Aðferð með Thermomix:

 • Maukið lauk, 10 sek / hraði 6
 • Bætið við öllu innihaldsefni í skál og maukið í 30 sek / hraði 6-8 þynnið með vatni þar til farsið er bleikt og fallegt
 • Gott að geyma deigið í kæli í klt áður en byrjað er að steikja bollur.
 • Mótið bollur með skeið, dýfið skeiðinni í vatn á milli bolla.
 • Steikið bollurnar upp úr smjöri og olíu þar til brúnaðar á alla kanta.
 • Setjið bollurnar í eldfast mót og leyfið þeim að fulleldast í ofni í 170°hita í 15 mín.
 • Það er geggjað að borða þessar með blómkálsmús og sultu frá Funksjonell.

Brún sósa með steiktum bollum:

 • 1 dl vatn
 • 1 nautakraftsteningur
 • 2 msk rjómaostur með svörtum pipar
 • 2 msk sveppasmurostur
 • 1/2 dl rjómi

Blómkálsmús:

 • 1 haus blómkál gufusoðinn
 • 2 msk rjómaostur með svörtum pipar
 • 2 msk smjör
 • 30 g parmesan ostur eða annar rifinn ostur
 • 1 msk sæta
 • salt og pipar

Soðnar bollur

 • Mótið bollur úr farsinu og setjið í sjóðandi vatn, gott að leysa upp einn kjúklingakraft í vatninu áður.
 • Bætið við hvítkáli og sjóðið með bollunum.
 • Þessar eru geggjaðar með miklu smjöri og dash af aromat.