Kjúklingur í pestó

Þessi réttur er ekkert frekar ketó eða lágkolvetna en hentar aftur á móti fullkomnlega fyrir þá sem aðhyllast slíkt mataræði. Það er hreinlega eins og þessi þekkta samsetning hafi verið gerð fyrir okkur í lágkolvetnageiranum. Við hendum oft í þennan kjúklingarétt þegar við höfum lítinn tíma og það geta allir skipst á að elda þennan.

Innihald:

  • 1 bakki kjúklingabringur eða úrbeinuð læri
  • 1 lítil krukka fetaostur
  • 3-4 msk grænt pestó, má líka nota rautt
  • lúka af kokteiltómötum
  • salt og pipar

Aðferð:

  • Kjúklingabringurnar eru lagðar í eldfast mót. Kryddið með salti og pipar.
  • Dreifið grænu pestói yfir hverja og eina og dreifið næst fetaostinum yfir. Það er líka æðislegt að stappa fetaostinn saman við pestóið áður en því er dreift yfir kjúklinginn. Sneiðið tómatana í tvennt eða setjið í heilu hér og þar yfir réttinn.
  • Bakið kjúklinginn í um það bil 30 mín á 180° hita með blæstri.

Með þessum rétt er snilld að bera fram blómkálsgrjón og hvítlauksbrauð, lágkolvetna að sjálfsögðu.

200 g rifinn ostur, 1 egg, hvítlaukskrydd. Hrærið og dreifið á bökunarpappír. Það er extra gott að rífa parmesanost yfir allt og baka í 10-15 mín á 220° hita eða þar til brauðið er gyllt og fallegt.