Kjúklingur í Kim`s raspi

KFC einhver ? Það er ótrúlegt hvað er hægt að snúa nánast öllu sér í vil. Ég elska KFC ægilega mikið og á pínu erfitt með að geta ekki nælt mér í bita með fullkomnlega góðri samvisku. Ég viðurkenni að ég hef “leyft” mér stöku bita en alveg fengið bullandi móral því ég hef ekki hugmynd hvað er notað í raspinn, kryddin og allt sem gerir kjúllann svona góðan. Það var því kærkomið að fá nýja svínapurusnakkið með raspinum í hús og auðvitað rauk ég í að gera smakk úr kjúklingalundum og purusnakki í hlutverki rasps.

Innihald:

 • 1 bakki kjúklingalundir
 • 1 eggjarauða
 • 3 msk mæjónes
 • 1 tsk Dijon sinnep
 • 1/3 tsk Cayenna pipar
 • 1 tsk steinselja þurrkuð
 • salt og pipar
 • 100 g af purusnakki, beikon eða venjulegt eða bæði í bland1

Aðferð:

 • Pískið saman egg, sinnep og mæjones, kryddið og veltið svo lundunum upp úr blöndunni.
 • Malið nú svínafleskið, annaðhvort með því að berja á það í plastpoka eða setjið í matvinnsluvél.
 • Veltið kjúklingalundunum upp úr raspblöndunni og leggið á smjörpappírsklædda plötu.
 • Hitið í ofni á 200°hita í um það bil 15-20 mín eða þar til kjúklingurinn er gylltur á lit.