Þessa blöndu geri ég reglulega og í stóru magni til að eiga til taks í ísskáp enda hentar grauturinn bæði sem morgunmatur, millimál eða sem eftirréttur. Ég nota aðeins Isola möndlumjólk sem er 0% sugar og ekkert vatn. Örfáir dropar af French vanilla steviu frá Now gera svo gæfumuninn og toppa ég grautinn oftast með bláberjum, jarðaberjum, kókosflögum og möndlusmjöri. Síðan er extra gott að nota frostþurrkuð ber frá freezedry.is Ég mæli með að píska allt í grunngrautinn beint í box sem hægt er að loka og setja síðan beint í ísskáp. Pískið og látið standa í 10 mín, pískið aftur og setjið lokið á og inn í kæli. Klikkar ekki.
Innihald grunngrautur chia:
1 dl chiafræ, best lífræn
6 dl ósæt möndlumjólk Isola í bleiku fernunni
6-8 dropar French vanilla steviudropar
Aðferð:
- Setjið chiafræ og möndlumjólk í box sem má setja í kæli með loki. Pískið saman vökva og fræ. Látið standa í 10 mín
- Pískið aftur og setjið lokað box í ísskápinn.
- Notist svo að vild með hversskonar topping, bláber, jarðaber, kókosflögur , möndlusmjör, kókosrjómi, frostþurrkuð ber.