Sítrónuformkaka

Það getur verið pínu erfitt að vinna með hlutföll af möndlumjöli og kókoshveiti. Sumir finna mikið bragð af kókoshveitinu, öðrum finnst möndlumjölið þungt í maga og svo þarf þetta allt að tolla saman og molna ekki út um allt. Þessvegna er xanthan gum nokkuð mikilvægt. Kakan er ótrúlega mjúk og fín en krefst þess að hún sé bökuð í 45 mínútur og þarf að þeyta eggin vel í hana eitt í einu.

Sítrónukaka

 • 120 g smjör brætt
 • 220 g rjómaostur
 • 160 g Good good sæta
 • 6 egg
 • 170 ml möndlumjólk
 • 1 msk vanilludropar
 • 1 msk sítrónudropar
 • safi úr 1/2 sítrónu og börkur af heilli sítrónu
 • 180 g möndlumjöl
 • 80 g kókoshveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk xanthan gum
 • 1/2 tsk salt

aðferð:

 • Þeytið saman brætt smjör og sætuefni.
 • Bætið næst við rjómaostinum og vanilludropum. Bætið svo eggjum við eitt í einu og þeytið vel.
 • Þurrefnin fara næst saman við og síðan sítrónusafi og börkur ásamt möndlumjólkinni.
 • Skafið vel úr hliðum og setjið deigið í VEL smurt mót, fallegt að nota hringlaga með gati. Gott er að slá niður forminu á sléttan flöt til að ná öllu lofti úr deiginu.
 • Bakið í 45 mín á 170°hita eða þar til pinni kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

Glassúr

 • 120 g fínmöluð sæta t.d. Good good
 • 3 msk sítrónusafi
 • 10 g eggjahvíta, meira ef þarf

aðferð:

 • Setjið allt innihald í matvinnsluvél, nutribullet og maukið. Það er líka hægt að píska þetta saman eða nota handþeytara. Hellið glassúr yfir kælda kökuna og stráið jafnvel möndluflögum yfir.