Nú hef ég gert ansi margar vöffluuppskriftirnar hér á blogginu en þessi er meira miðuð að þeim sem vilja vera á carnivore og nota eingöngu dýraafurðir eða svona að mestu leyti. Ég nota reyndar mct olíu í vöfflurnar en það má setja brætt smjör í staðinn. Þessar eru ótrúlega bragðgóðar og seðjandi og engin aukaefni eða sætuefni sem þið viljið ekki sjá því þá bara sleppið þið sætunni eða notið t.d. hrátt hunang ef þið viljið. Eins mætti setja Döðlusýróp en það má leika sér með sætuna. Ég elska þessar undir smjör og ost og minnir bragðið mig á skonsur. Það er líka gott að bræða smjör og kanil og hella yfir þegar þær eru nýbakaðar 🙂 namm.
Innihald vöfflur
4 stór egg
4 msk prótein ég nota Bone broth prótein frá Heilsubarnum, gæða prótein úr grasfóðruðum nautgripum/ sænskt
4 msk gelatinduft frá Heilsubarnum, stútfullt af collageni
1 msk mct olía eða bræðið smjör og notið 1 msk.
2 msk fínmöluð sæta t.d. Sukrin Melis eða Allulose sem ég hef keypt á Iherb og er frábær staðgengill fyrir sætu, hefur ekki áhrif á blóðsykur og engin laxerandi áhrif eins og af mörgum sætuefnum. Hér má líka setja msk af hunangi eða döðlusírópi, eða sleppa alveg sætu
1/2 tsk gott salt, ég elska Redmond Real saltið frá Iherb en gott sjávarsalt er líka flott
1/2-1 tsk vanilludropar, má sleppa
Aðferð:
Blandið þurrefni vel saman í blandara, bætið við eggjum og olíu ásamt vanillu, þeytið og steikið vöfflur í vöfflujárni eda steikið á pönnu.