Geggjuð brunch baka

Baka er eitthvað sem er alveg snilld að henda í þegar von er á gestum. Fljótlegt og hægt að nota afganga úr ískáp til að gera fyllingu, jafnvel meðlæti frá kvöldinu áður og bæta svo bara við eggjum og rjóma. Það væri hægt að gera böku með geitaosti og graskeri, blaðlauk, gráðosti, skinku, parmaskinku, brokkolí, sveppum, já bara nokkuð endalaust af möguleikum.

Hér er ein með bökuðum tómötum og cambembert, ég sá þetta combó í Vikunni en gerði auðvitað lágkolvetna botn og bætti við skinku.

innihald botn:

 • 150 g möndlumjöl fínt eða gróft
 • 15 g Sesam mjöl Funksjonell
 • 1 egg
 • 40 g smjör
 • 1 msk Husk

aðferð:

 • Blandið saman í matvinnsluvél. Ég notaði Thermomix og stillti á 5 sek / hraði 5.
 • Fletjið deigið út á milli tveggja laga af smjörpappír og leggið ofan í bökuform. Þrýstið deiginu upp á kantana og pikkið í deigbotninn með gaffli.
 • Bakið í 10 mín á 200°hita.

Fylling:

 • 1 box kokteiltómatar
 • olía til að baka tómatana uppúr
 • 150 g skinka ca eða eftir smekk
 • 1 camembert ostur
 • 2 dl rjómi
 • 2 egg
 • rifinn ostur
 • parmesan eftir smekk
 • salt og pipar

aðferð:

 • Skerið tómata í tvennt og bakið á smjörpappír í ofni á 180°þar til þeir eru brúnaðir, 20-30 mín. Saltið og piprið og setjið smá olíu yfir.
 • Skerið camembert í parta, pískið saman rjóma og egg og blandið ostinum saman við . Kryddið eftir smekk með salt og pipar.
 • Setjið skinku í botninn á bökunni.
 • Hellið blöndunni yfir í bökuskelina, raðið ostbitunum jafnt, dreifið tómötunum yfir og rifnum osti.
 • Bakið aftur í 30 mín á 180° þar til bakan er gyllt og falleg.
 • Gott að bera fram með góðu salati og aioli. Hægt að gera fljótlegt aioli með 1/2 tsk af hvítlauk úr krukku og 1-2 msk af mæjónesi, salt og pipar og allir eru glaðir.